Slökkvilið Akureyrar 10


Ný slökkvibifreið af gerðinni Rosenbauer Buffalo fyrir Slökkvilið Akureyrar.


Þetta er önnur slökkvibifreiðin sem við höfum selt til Slökkviliðs Akureyrar. Upplýsingar um þá fyrri eru hér.

Í bæklingi eru allar frekari upplýsingar um nýju bifreiðina en hér er stutt lýsing.

Undirvagn er af gerðinni Mercedes Benz MB 3350/6x4 Actros MP2 með 503 hestafla V8 með sjálfvirkri skiptingu. Ökumannshús af M gerð.

Vatnstankur er 9.000 l. og froðutankur er 1.000 l.

Brunadælan er af gerðinni Rosenbauer R600 7.000 l/mín við 10 bar. Froðubúnaður sjálfvirkur RVMA500 ND.

Á þaki er úðabyssa af gerðinni Rosenbauer RM60E (með afköst allt að 7.000 l/mín og 95 m. kastlengd) og á stuðara RM8E (með afköst allt að 1.000 l/mín og 42 m. kastlengd) báðum stýrt úr ökumannshúsi.

Af aukabúnaði má nefna bakkmyndavél, loftstýrt mastur með 4 ljóskösturum 1000W ofl.

Frekari upplýsingar eru á vefsíðu Slökkviliðs Akureyrar.

Hér eru svo fleiri myndir f slökkvibifreiðinni, skápum og búnaði. Frá prófun á bifreiðinni í höfuðstöðvum Rosenbauer og svo ferðalaginu heim til Akureyrar.