Slökkvilið Snæfellsbæjar

 

Slökkvilið Snæfellsbæjar í kennslu


Slökkvibifreið af gerðinni ISS Wawrzaszek TLF 4000/400 á Scania P380 undirvagni. Bifreiðin er 380 hestöfl beinskipt og með háu og lágu sítengdu fjórhjóladrifi með tilheyrandi læsingum. Bifreiðin er á breiðum dekkjum. Bifreiðin er búin rafmagnsspili með togkraft að 6,5 t.

Í ökumannshúsi eru sex sæti þar af fjögur fyrir reykkafara með tilheyrandi festingum, ljós, sjálfstætt hitakerfi (Webasto miðstöð), handstýrður ljóskastari, hitaðir speglar og aukaspeglar, ljós í þrepum sem kvikna við opnun hurða, endurskin á hurðum. útvarp FM/AM, geislaspilari og Motorola forrituð talstöð. Tvær lausar TETRA stöðvar. Öryggisbelti í sætum og áklæði á sætum hreinsanlegt.  Fjaðrandi ökumannsæti, sírena með hljóðnema, blá stróbljós í grilli að framan, aftan og hliðum uppi, strópljósarenna á þaki og lofthorn.

Hljóðmerki tengt bakkljósi og bakkmyndavél.  24V rafkerfi, rafall 2.200W og rafgeymar 2 x 180Ah. Höfuðrofi.  Litur bifreiðar er grár, svartur og rauður.  Varahjólbarði fylgir .

Efni yfirbyggingar úr ryðfríum efnum, trefjaplasti, álplötum og álprófílum.  Þak er vinnupallur með upphleyptum álplötum, burður 450 kg./m2.  Þrír skápar á hvorri hlið og einn að aftan. Rykþéttar rennihurðir úr áli með læsingum. Ljós kviknar í skápum við opnun og eins er rofi í ökumannshúsi. Vinnuljós sem gefa 5 til 15 Lux í 1 m. fjarlægð.  Hillur og pallar með læsingar í opinni stöðu.

Þær innréttingar sem staðið geta 25 sm. út frá bifreiðinni eru með endurskin. Öll handföng hurðir og lokur eru gerðar fyrir hanskaklæddar hendur. Vatnshalli í skápum. Yfirborð þaks og gólf í skápum klætt með upphleyptum álplötum. Vatnstankur 4 m3 (4.000 l.) úr trefjaplastefni með tilheyrandi búnaði. Froðutankur 200 dm3 (200 l.) úr trefjaplastefnum með tilheyrandi búnaði. Möguleiki á að fylla froðutank frá þaki og svo frá jörðu. Brunadælan er staðsett að aftan, upphituð frá kælikerfi bifreiðar.

Dælan  er seltuvarin úr bronzi og stáli. Tveggja þrepa 4000 l/mín við 10 bar og 250 l/mín við 40 bar. Hámark vatns á háþrýstiþrepi 150 l/mín. Gerð Ruberg R40/2.5. Froðukerfið er frá tanki og við sog frá opnu. Háþrýstislöngukeflin ¾" með 90 m. slöngur, úðastúta stillanlega og með froðutrektum. Froða í gegnum úðastút. Slöngukeflin eru bæði raf og handdrifin.

Úttök frá dælu eru fjögur 75mm til hliðanna inn í skáp. Eins er lögn að háþrýstislöngukeflum. Dælan getur fyllt á tank og eru afköst 1.700 l/mín. Sog er annars vegar 2 x 110mm Ø og 75mm Ø. Lögn frá tanki að dælu 125mm Ø. Mælaborð dælunnar er með sogmæli, lágþrýstingsmæli, háþrýstingsmæli, vatnsmæli, froðumæli, snúningshraðamæli dælu, stöðvunarrofa á bílvél, klst. mæli og viðvörunarljós fyrir olíuþrýsting og kælivatn. Dælan er einstaklega vel útbúin.  Að vatnstanki er eitt inntak með einstreymisloka Storz B ásamt kúluloka til að taka vatn frá brunahana með þrýstimæli.

Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting í þrýstihluta dælunnar. Eins er dælan með varnarbúnað gagnvart óhreinindum sem valdið geta skemmdum.  Froðublandari er mekanískur er frá 1% til 3% á allt afkastasvið dælunnar. Frávik ±0,5%. Allt froðukerfið er gert úr efnum sem þola froðu og er úr ryðfríum efnum. Ryðfrítt stál er notað.  Hægt er að dreina allt dælukerfið með einum loka.

Miðstöðvar eru í fremsta skáp í yfirbyggingu, dælurými og ökumannshúsi af Webasto Air Top gerð. Þessar miðstöðvar verja vatns og froðukerfi fyrir frosti allt að -25°C.Á öftustu miðstöð er sérúttak fyrir 15 m. barka sem fylgir til að geta lagt hita að slysstað.  Á soghlið dælunar er síubúnaður sem verja á hana óhreinindum bæði frá opnu og vatnstanki. Tryggir örugga notkun dælunnar. Ljósamastur er loftdrifið með ljóskösturum 2 x 1000W. og snúan og veltanlegir með stýringu. PowerTek rafall er við vél og skilar 6 kW  beintengdur ljósamastri. Einnig er hann tengdur við innstungur í skápum og ökumannshúsi. Hann framleiðir stöðugt 230V rafmagn.

Á þaki er úðabyssa með froðustút sem afkastað getur 3.200 l/mín. Hún lyftist upp þegar vatni er hleypt á hana með fjarstýrðum loka. Á þaki eru einnig þrír 3ja m. barkar og tilheyrandi sigti og vírsigti. Brunastigi er í festingum á þaki.

Eins er í mælaborði í ökumannshúsi ljós fyrir vatns og froðutank, ljósamastur eða úðabyssu, hurðir og ástig opin, hleðslutengingu, skápaljós og loftflautu. Öllum miðstöðvum stýrt þaðan.

Öll gólf og ástig í skápum klædd með upphleyptu áli. Prófílar sem er stillanlegir í hæð eða breidd í skápum fyrir hillur og innréttingar. Helstu innrettingar eins og slöngurekkar snúanlegir veggir fyrir björgunartæki og útdraganlegir pallar eru í bifreiðinni.

Af lausum búnaði sem er í bifreiðinni má nefna  45 mm gular og 75mm bláar brunaslöngur, Protek 366 og Unifire V14 úðastúta, A-2B safnstykki, froðu og léttvatnsblöndu FFFP, tvær Tetra fjarskiptastöðvar, ýmsar stærðir af slöngulyklum og brunahanalykill.