Upphreinsiefni

SPILLIEFNAUPPHREINSIEFNI

 

ZUGOL

ABSOL

RENCH RAPID

ANSUL

SAVAL

 

ZUGOL

Zugol erum við með í 40 lítra sekkjum sem vega 8 kg. Efnið er unnið úr furuberki án nokkurra kemískra aukaefna. Það er umhverfisvænt og má blanda öðru eftir notkun. Íkviknun ekki auðveld og brennur ekki við opinn loga, þó brenna megi eftir notkun. Hefur mikla ísogseiginleika gagnvart olíum, eldsneyti, parafínolíum, snittolíum, kælivökvum, fleyti, hreinsiefnum, málningu, þvagi, blóði ofl. Vinnur hratt, engin hætta heilsu manna eða vélahluta og má nota jafnt á legi sem láði.


Hreinsað upp af gólfi með Zugol og komið fyrir í tunnu

Sem dæmi má nefna þá dregur 1 kg. Zugol í sig eftirfarandi magn efna

 

Zugol

Zugol

Zugol

Zugol

 

Eldsneyti   2,04 kg. 
Díeselolía   2,36 kg.
Tréspíritus 1,78 kg.
Málning  4,33 kg.
Tríklóretýlen  3,40 kg.
Toulen   1,73 kg. 
Svartolía   3,07 kg
Svartolía úr geymi  4,99 kg. 

Floteiginleikar eru góðir en 95% efnisins er á floti eftir 7 daga

 


ABSOL

Absol erum við með í 40 l. sekkjum sem vega 21 kg. Efnið er m.a. framleitt úr sandi, sementi, kalki og vatni. Það er umhverfisvænt og við bruna (eyðingu) myndast alkalísk aska. Efnið dregur í sig ýms lífræna vökva eins og t.d. vökva-, smur- og brennsluolíur. Fitu, uppleysiefni eins og þynnir, lakkhreinsi, lakk og aðra málningu. Við uppsog á efnum eins og díeselolíu, vökvaolíu, bensín, hindrar það íkviknun. Má jafnvel nota sem slökkviefni. Absol gerir sýrur hlutlausar og eftir 2 klst. Má gera ráð fyrir að aðeins sé eftir um 3 til 5% sýrunnar. Eftir 24 klst. Má gera ráð fyrir að sýran sé orðin hlutlaus og tilbúin til förgunar. Eins vinnur Absol á alkalískum efnum eins og Natrónlút og ammóníaki. Absol er hálkueyðandi efni og slökkviefni á málmelda.

 

16 l. fötur

40 l. sekkir
(á lager)

50 l. sekkir

Sem dæmi má nefna þá dregur 4 l. Absol í sig um 1 l. af olíu og 10 l. af Absol draga í sig 1 l. af sýru.

Absol bæklingur

Absol vörulisti

Absol efni fást í sokkum og koddum.

Absol fæst í setti með fötu og tilheyrandi verkfærum

Slökkviliðsmenn við upphreinsun


RENCH RAPID

Efnafræðilegt upphreinsiefni, ein gerð sem sýgur í sig flest spilliefni, allt frá hættulegum efnafræðilegum efnum, geislavirkum efnum að olíublönduðum efnum, málningu, prentsvertu og límefnum.

RENCH RAPID þurrkar upp á skömmum tíma allt að 5 til 15 sinnum eigin þyngd sína af flestum spillefnum, þannig að hægt er að sópa þeim upp og fjarlægja á öruggari staði. Það er sérstaklega tilbúið gerfiefni sem ekki má líkja við málm eða tréefni sem betur eru þekkt frá fyrri tímum.

RENCH RAPID er sannarlega allsherjar upphreinsiefni sem á við í flestum neyðartilvikum. Það er algjörlega líflaust (óvirkt) og þess vegna hættulaust umhverfinu. Af þeim ástæðum er mjög athugandi að nota slíkt efni þegar þörf krefur á almenningsstöðum t.d. hraðbrautum, götum, vinnusvæðum og flugvöllum. Ekkert vandamál í sambandi við rykmengun og hefur verið prófað og samþykkt, sem hættulaust efni varðandi heilsu og öryggi þeirra, sem með það vinna.


Eftifarandi er upptalning á litlum hluta þeirra efna sem RENCH RAPID vinnur á. Alkóhól, glykól, lútur, upphitunarolía, ether, efnasambönd alkóhóls og sýru, uppleysiefni, prentsverta, ketón, ilmefni og klórhydrókarbon. Einnig ýmsar upplausnir og böndur t.d. hráolía, tjöruolía, bensín, díeselolía, flugvélabensín, saltupplausn, framköllunarvökvi, smurolía og svo mætti lengi telja.

RENCH RAPID ætti ekki að nota á efni sem falla undir flokk 5.1* (oxíðtengd efni) 5.2* (lífræn peroxíð efni) og isocyanates, þar sem það gæti leitt til hættulegra efnafræðilegra áhrifa. Þetta á einnig við um önnur oxíð tengd efni, undir öðrum hættulegum flokkum.

Mólikúl uppbygging RENCH RAPID er hönnuð með það í huga að efnið nái að þekja sem stærstan flöt og þurrki upp hratt og vel. Það sameinar lítið magn með miklum upphreinsimöguleikum. Í tilraunastofu nær það 100% rúmtaki og 50 l. RENCH RAPID poki hreinsar upp 50 l. af spilliefnum.

RENCH RAPID flýtur á vatni og nær til olíuefna við erfiðustu aðstæður. Skilur eftir sig hreint vatn þegar það hefur verið hreinsað upp.

Flutningur og meðhöndlun RENCH RAPID í 50 l. pokum er auðveldur. Pokinn vegur aðeins 4 kg. Við upphreinsun á jörðu dreifið RENCH RAPID yfir spilliefnið með höndum eða úr poka. Því jafnar sem því er dreift, því betur vinnur efnið. Síðan er efninu sópað upp. Ef spilliefnið er þykkt eða klístrað kústið þá RENCH RAPID í spilliefnið. Ef hreinsa á upp í vatni er RENCH RAPID dreift yfir og slætt síðan upp.

RENCH RAPID er fáanlegt í 30 l. plastfötum og 50 l. plastpokum.


ANSUL Upphreinsiefni

ANSUL Spilliefnaupphreinsiefni Aðallega þrjár gerðir í mismunandi umbúðum. Plastbrúsum í settum 1 kg. (2,5 lbs.), plastfötum 23 kg. (50 lbs.), pappatunnum 91 kg. (200 lbs.) eða dreifitækjum sem eru mismunandi á stærð. Ein gerðin er á við slökkvitæki 14 kg. (30 lbs.) en tvær hinar stærri og á hjólum 68 kg. (150 lbs.) og 159 kg. (350 lbs.). Þyngdarviðmiðun efnismagns er við Spill X A.

 

Spill X-A (Acid) er efnalausn til að meðhöndla m. a. ólífrænar og lífrænar sýrur eins og brennisteinssýru, saltsýru, saltpétursýru, fosfórsýru, perklórsýru, maurasýru, ediksýru, klórsúlfórsýru, flúorsýru og olíusýru.

Spill X-C (Caustic) er efnalausn til að meðhöndla m.a. ætandi efni eins og vítissóda, ammóníum hydroxíð, anilín, diethydramín, kalíumhýdroxíð og hydrazíne. 

 

Spill X-S (Solvent) er efnalausn til að meðhöndla m.a. kolvatnsefnasambönd, hvarfaefni, eldsneyti önnur en lífræn peroxíð og hydrazíne efnasambönd.

Efnin eru í brúsum, fötum eða tunnum sem er af sömu stærð en eðlisþyngd mismunandi. Það sem við köllum dreifitæki eru kútarnir til að sprauta úr.

Bæklingur yfir Spill X-C

Bæklingur yfir allar gerðir Spill X


Spill X-A í eftirfarandi umbúðum.

Spill X-A 1 kg. (2,5 lbs.) Plastbrúsar (6 stk.)
Spill X-A 23 kg. (50 lbs.) Plastfata
Spill X-A 91 kg. (200 lbs.) Pappatunna
Spill X-A SC30 14 kg. (30lbs.) Gun Dreifitæki

(Öryggisleiðbeiningar)


Spill X-C í eftirfarandi umbúðum.
Spill X-C 1 kg. (2,0 lbs.) Plastbrúsar (6 stk.)
Spill X-C 19 kg. (42 lbs). Plastfata
Spill X-C 76 kg. (168 lbs.) Pappatunna
Spill X-C SC30 11 kg. (25 lbs.) Gun Dreifitæki

(Öryggisleiðbeiningar)


 

Spill X-S í eftirfarandi umbúðum.
Spill X-S 0,5 kg. (1,0 lbs.) Plastbrúsar (6 stk.)
Spill X-S 16 kg. (16 lbs.) Plastfata
Spill X-S 31 kg. (68 lbs.) Pappatunna
Spill X-S SC30 5 kg. (11 lbs.) Gun Dreifitæki

(Öryggisleiðbeiningar)


SAVAL 

Saval hreinsiefni - auðvelt en árangursríkt.

Mikill hluti af upphreinsun vegna slysa fellst í því að hreinsa yfirborð vega.  Stóra olíuflekki og bensínflekki er hægt að þurrka upp og hreinsa auðveldlega, en það er hin þunna filma sem eftir situr sem erfitt er að fjarlægja.  Lyktin er ertandi og vegir eru hálir í langan tíma eftir slysið.  Hreinsiefnið er algjörlega skaðlaust umhverfinu, brotnar niður fyrir áhrif örvera og er sérstaklega samansett til að hreinsa þessa þunnu filmu á umhverfisvænan hátt.  Saval tækið er hannað einmitt fyrir slíka notkun.


Clean-Up 6 eða 9 lítra tæki 

auðveld endurfylling
þrýstingsmælir
fyrir allar tegundir hreinsiefna
fyrir notkun á óblönduðu eða blönduðu efni
hágæða kútur með viðnámsgóðu innra byrði
sérlega útbúinn stútur til að sprauta djúpt niður í möl, gljúpt malbik og slíkt.
keilulaga úðun gefur áhrifamestu notkun hreinsiefnisins
græni litur tækisins gerir góðan greinarmun á þessu tæki og slökkvitæki.

Óblandað eða blandað hreinsiefni.
Flest hreinsiefni sem til eru á markaðum er hægt að setja á Saval Clean-up! kútinn, annað hvort blönduð eða óblönduð.  Ef valið er óblandað hreinsiefni þá skal sprauta úr tækinu á veginn og eftir smá tíma skal fjarlægja eftirstöðvarnar með lág-eða háþrýsti úðastúti.

Ef valið er blandað efni, þá er hægt að sprauta úr Saval Clean-up kútnum á veginn og fjarlægja filmuna strax.  Þetta er besta lausnin í aðstæðum þar sem vatn er ekki aðgengilegt.

Fylla - þrýstihlaða - tilbúinn til notkunar
Upphreinsikúturinn er útbúinn með það að markmiði að vera auðveldur í notkun.  Það er hægt að opna hann með tengjalykli.  Hann er útbúinn með stórum tengihring sem auðveldar áfyllingu og skoðun.  Venjulegur Schräder bílventill gerir auðvelt að þrýsihlaða kútinn með lofti eða köfnunarefni.  Þrýstimælirinn sýnir hvort réttum þrýstingi hefur verið náð. Upphreinsikúturinn kemur tómur og er hægt að fylla á hann það hreinsiefni sem hver velur sér.

AQUAQUICK 2000

Aquaquick 2000 er umhverfisvænt efni sem sérstaklega var útbúið til að afmá smurolíu, olíu, feiti, eldsneyti og þess háttar  þegar slys hefur orðið.  Aquaquick 2000 myndar vökvablöndun með kolvatnsefnum og hefur sérlega mikinn stöðugleika.  Að auki tekur það eldfimi og sprengihættu úr olíu, feiti og eldsneyti.

Rannsóknir á Aquaquick 2000

Umhverfisvænt og heilnæmt  TNO (Institute of Environmental Sciences), Delft, The Netherlands and university Twente, The Netherland
Eyðir hálku á vegum   Material Prüfungsamt, Germany
Húðsjúkdóma rannsókn TNO (Institute of Environmental Sciences), Delft,The Netherlands, Hygiene Institut, Germany
Losun efnis   Several water purifications plants.


Eiginleikar

Líffræðileg niðurbrot (H2O, Co2 Engin hættuleg gufa þegar hitað
Brýtur niður leifar af
kolvatnsefna- samsetningu
Ekki eitrað (non toxic)
Eyðileggur ekki yfirborð vega
eða hreinsi- tækja, gúmmí, innsigli,
málningu,málm, gerfiefni, o.þ.h.
Tafarlaus hálkueyðing
Umhverfisvænt Ótakmarkaður líftími (ekki geyma í frosti)Útþynningartafla  með vatni

 hiti vatns    

útþynning

Sem hreinsiefni/hálkueyðandi í köldu vatni kalt 1 : 50
Hreinsun á götumörkuðum (fiskibásum)

volgt

1 : 10 
Hreinsun vega (v/ olíuslysa, o.s.fr.) kalt 1 : 50
Hreinsa upp yfirborðsvatn (með krafti) kalt 1 : 50
Hreinsun/hálkueyðing með háþrýsting kalt 1 : 100
Hreinsun/hálkueyðing með háþrýsting volgt 1 : 250
Hreinsun á gólfi, verksmiðjum og vélum   kalt 1 : 50
Uppreinsun á feiti (spray)  kalt 1 : 80/400
Upphreinsun á feiti (spray)  volgt 1 : 150/600
Sem viðbót á kælikerfi véla (til halda þeim lausum við feiti) kalt 1 : 50
Feitieyðandi tankur með vatni kalt 1 : 50
Feitieyðandi tankur með vatni yfir 60°C volgt 1 : 150
Feitieyðandi tankur með vatni yfir 90°C volgt 1 : 250

 

Með feiti yfir bræðslumarki skal ávallt vinna með vatn sem hefur hærra hitastig en bræðslumarkið.Hlutföllum í ofangreindum blöndum má hækka eða lækka eftir mengunar- magni. Til að forðast froðumyndun er mælt með að setja fyrst vatnið á og síðan bæta efninu útí.

Efst