Brunavarnir á Héraði og Flugmálastjórn


Sjötta bifreiðin var byggð fyrir Brunavarnir á Héraði og Flugmálastjórn. Hún er staðsett á flugvellinum á Egilsstöðum þar sem slökkvistöð þeirra er.

Um er að ræða slökkvibifreið sem er bæði flugvalla og húsabrunabifreið. Bifreiðin er af MAN 19.403 FAK gerð með 400 hestafla vél.

Bifreiðin er fjórhjóladrifin með sídrifi háu og lágu drifi, læsingum og sjálfskiptingu.Vatnstankur er 4.500 l. en froðutankur er 500 l. Rosenbauer slökkvidæla (NH30) afkastar 3000 l./mín við 10 bar og háþrýstihlið skilar 400 l./mín við 40 bar.

Dælan hefur eitt froðukerfi. Rafdrifinn sogbúnaður. Á þaki er Rosenbauer úðabyssa sem afkastar 2.400 l./mín með tölvustýrðri fjarstýringu úr ökumannshúsi.

Bifreiðin nær 80 km. hraða á innan við 22 sek. fullhlaðin.

Fyrir utan slökkvistöðina á Egilsstöðum

Bifreiðin er búin tveimur háþrýstikeflum rafdrifnum með 70 m. af 1" háþrýstislöngum og Rosenbauer Ne-Pi-Ro háþrýstibyssum.

Raufoss 10 m. brunastigi á þaki og sogbarkar. Ljóskastari 3 x 1.000W og laus rafstöð. Skápar fyrir hinn ýmsa búnað ásamt innréttingum m.a. fyrir brunaslöngur.

Tengingar fyrir talstöð og síma. Bifreiðin tekur fimm manns. Orkuhlutfall þessarar bifreiðar er tæp 27 hestöfl á hvert tonn og lestun 86% af heildarþyngd.

Brunavarnir á Héraði bættu síðan hinum ýmsa búnaði í bifreiðina eins og Ramfan reykblásara, brunaslöngum ofl.

Á leið út á flugvöllinn