Holmatro klippivinnuhanskar


Gríðalega vandaðir hanskar framleiddir sérstaklega fyrir Holmatro af HexArmor sem er mjög virtur og vandaður framleiðandi. Hanskarnir eru í þremur stærðum þ.e. 7S, 8M og 9L. Stærðirnar eru stórar og hér fyrir neðan er málsetningarblað þar sem hægt er að finna út hvaða stærð passar. Vörunúmer er 330340 

Hanskastærðir

Hér fyrir neðan er lýsing á hönskunum en notandinn er einstaklega vel varinn fyrir skurðarbrúnum bæði í lófa, handarbaki og fingrum. Eins eru hanskarnir stamir á sleipum fleti og sérstaklega styrktir á álagsstöðum.

Holmatro klippivinnuhanskar
Hanskarnir koma í mjög svo vönduðu gulu veski ásamt bæklingi. Ef ekki til nota í klippivinnu þá tilvaldir til nota með súpermanna eða köngulóarmannabúningum.

Holmatro klippivinnuhanskar