Íslenska álfélagið Straumsvík


Bifreiðin fyrir utan skrifstofur okkar fyrir afhendingu


Tólfta bifreiðin var byggð fyrir Íslenska álfélagið. Undirvagn  er MB Sprinter bifreið.

Mannskapshús er innréttað fyrir þrjá reykkafara í Rosenbauer reykkafarastólum og tilheyrandi fatnaði, Trelleborg eiturefnabúninga ofl.

UniPower 6kW rafall við vél sem m.a. er tengdur við rafdrifið Rosenbauer ljósamastur með 4 x 500 W ljóskösturum.

Í bifreiðinni er vinnuborð, vinnuljós á hliðum og aftan, Vetter/Holmatro lyftipúðar 11, 18 og 24 tonna með þrýstiminnkara, mæli, tvöföldu stjórntæki og slöngu, sett af Holmatro þéttibúnaði fyrir rör, Vetter/Holmatro lofttæmipúði/þéttibúnaður, Vetter þéttibúnaðarsett fyrir minni rör, þéttimotta yfir niðurföll.

Að auki SPILL-X Spilliefnauppleysiefni, kúbein, járnkarlar, brunaaxir, skóflur neistafríar, álskóflur, háfar, rafmagnssnúrur, loftkútar, lekatappar, lekabúnaður og aðvörunarstólpar.