Slökkvilið Ölfus

Í dag 7. september 2005 var gengið frá samningi við Sveitarfélagið Ölfus um slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek. Bifreiðin verður afgreidd seinni hluta árs 2006. Bifreiðin er af TLF4000/200 gerð og er undirvagn af gerð Renault Kerax 420.19 4x4 4.100mm.   Heildarburðargeta bifreiðar er 19 tonn og má gera ráð fyrir að í þessari útfærslu yrði bifreiðin um 17 tonn. Hestöfl pr. tonn eru rúm 24,24 og telst það mjög kraftmikil slökkvibifreið. Hámarkshraði er 125 km/klst.   Sjá mynd af svipaðri bifreið.

Frá undirritun samnings í Þorlákshöfn
Myndin er frá undirritun samningsins. Lengst til vinstri Benedikt Einar Gunnarsson frá Ólafi Gíslasyni & Co hf. þá sveitarstjórinn Ólafur Áki Ragnarsson og til hægri Guðni Ágústsson slökkvistjóri

 

Frá undirritun samnings í Þorlákshöfn
Ekki nægði að skrifa undir heldur voru kaupin einnig handsöluð.
Til hamingju íbúar Ölfuss.
Ljósmyndari var Gunnar MárÍ ökumannshúsi eru fimm eða sex sæti, ljós, sjálfstætt hitakerfi (Webasto miðstöð), handstýrður ljóskastari, hitaðir speglar og aukaspeglar, ljós í þrepum sem kvikna við opnun hurða, endurskin á hurðum. Renault útvarp FM/AM og Motorola forritaðri talstöð.

ISS-Wawrzaszek mannskapshús
Hér má sjá inn í aftari hluta tvöfalds áhafnarhúss


Öryggisbelti í sætum og áklæði á sætum hreinsanlegt. Fjaðrandi ökumannsæti, sírena með hljóðnema, blá stróbljós í grilli að framan og aftan, strópljósarenna á þaki og lofthorn. Hljóðmerki tengt bakkljósi. 24V rafkerfi, rafall 2.200W og rafgeymar 2 x 180Ah. Höfuðrofi. Litur bifreiðar rauður og merkingar. Varahjólbarði á þaki laus.

Efni yfirbyggingar úr ryðfríum efnum, trefjaplasti og álprófílum.  Þak er vinnupallur með upphleyptum álplötum, burður 450 kg./m2. Þrír skápar á hvorri hlið og einn að aftan. Rykþéttar rennihurðir úr áli með læsingum. Ljós kviknar í skápum við opnun og eins er rofi í ökumannshúsi. Vinnuljós sem gefa 5 til 15 Lux í 1 m. fjarlægð. Öll handföng, hurðir og lokur eru gerðar fyrir hanskaklæddar hendur. Vatnshalli í skápum. Yfirborð þaks er með stömu yfirborði og gólf í skápum er með stömu yfirborði en hægt að klæða með upphleyptum álplötum. Vatnstankur 4 m3 úr trefjaplastefni með tilheyrandi búnaði. Froðutankur 150 til 200 dm3 úr trefjaplastefnum með tilheyrandi búnaði.  Möguleiki á að fylla froðutank frá þaki og svo frá jörðu.  Brunadælan er staðsett að aftan, upphituð frá kælikerfi bifreiðar.

ISS-Wawrzaszek teikning
Hér er teikning af bifreiðinni


Hillur og pallar með læsingar í opinni stöðu. Þær innréttingar sem staðið geta 25 sm. út frá bifreiðinni eru með endurskin.

Dæla seltuvarin úr bronzi og stáli. Tveggja þrepa 4000 l/mín við 10 bar og 250 l/mín við 40 bar. Hámark vatns á háþrýstiþrepi 150 l/mín. Gerð Ruberg R40/2.5. Froðukerfið er frá tanki og við sog frá opnu. Háþrýstislöngukefli ¾¿ með 90 m. slöngu, úðastútur stillanlegur og með froðutrektum. Froða í gegnum úðastút. Slöngukeflið er raf- og handdrifið. Úttök frá dælu eru fjögur 75mm til hliðanna inn í skáp. Eins er lögn að háþrýstislöngukefli. Dælan getur fyllt á tank og eru afköst 1.700 l/mín. Sog er annars vegar 125mm Ø og 75mm Ø. Lögn frá tanki að dælu 125mm Ø. Mælaborð dælunnar er með sogmæli, lágþrýstingsmæli, háþrýstingsmæli, vatnsmæli, froðumæli, snúningshraðamæli dælu, stöðvunarrofa á bílvél, klst. mæli og viðvörunarljós fyrir olíuþrýsting og kælivatn.  Dælan er einstaklega vel útbúin.  Að vatnstanki er eitt inntak með einstreymisloka Storz B ásamt kúluloka til að taka vatn frá brunahana með þrýstimæli.

Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting í þrýstihluta dælunnar. Það þýðir að hægt er að skilja dæluna eftir mannlausa í slökkvistarfi því hún stýrir þeim þrýstingi sem óskað er eftir. Eins er dælan með varnarbúnað gagnvart óhreinindum sem valdið geta skemmdum.  Froðublandari er mekanískur er frá 1% til 3% á allt afkastasvið dælunnar. Frávik ±0,5%. Allt froðukerfið er gert úr efnum sem þola froðu og er úr ryðfríum efnum.  Ryðfrítt stál er notað.  Hægt er að dreina allt dælukerfið með einum loka.  Miðstöðvar eru í einhverjum skáp í yfirbyggingu, dælurými og ökumannshúsi af Webasto Air Top gerð.  Þessar miðstöðvar verja vatns- og froðukerfi fyrir frosti allt að ¿25°C. Á soghlið dælunar er síubúnaður sem verja á hana óhreinindum bæði frá opnu og vatnstanki. Tryggir örugga notkun dælunnar. Ljósamastur er loftdrifið með ljóskösturum 2 x 1000W. og snúan- og veltanlegir með stýringu. Rafstöð 4,5 kW á útdraganlegum palli tengd ljósamastri.

Með bifreiðinni kemur Rosenabuer Otter laus brunadæla sem afkastar 1.100 l/mín við 4 bar. á útdraganlegum palli.

Eins er í mælaborði í ökumannshúsi ljós fyrir vatns og froðutank, ljósamastur eða úðabyssu, hurðir og ástig opin, hleðslutengingu, skápaljós og loftflautu. Öllum miðstöðvum stýrt þaðan.

Öll gólf og ástig í skápum klædd með upphleyptu áli. Prófílar sem er stillanlegir í hæð eða breidd í skápum fyrir hillur og innréttingar.


16.08.06 Sjá bifreið í verksmiðju

19.08.06 Verið að leggja lokahönd á smíði

30.08.06 Lokafrágangur

7.09.06 Síðustu myndir fyrir ferðlagið til útskipunarhafnar

14.09.06 Á hafnarbakka

18.09.06 Komin upp að húsi