Slökkvilið Hornafjarðar 2024

 

Myndasafn

Slökkvibifreið Slökkvilið Hornafjarðar

Gerð undirvagns : Scania P500 4x4 CP31  500 hestöfl Vélin uppfyllir gildandi mengunarstaðla EURO 6 vökvaskiptur gírkassi. Sítengt fjórhjóladrif með háu og lágu drifi og tilheyrandi læsingarbúnaði. Loftfjaðrir að  aftan. Hámarkshraði 130 km/klst. Eldsneytistankur 200 l. Michelin hjólbarðar Winter steer og Winter Drive míkróskornir. Höfuðrofi og Rettbox tengibúnaður þar sem bæði rafmagn og lofttengi er tengt með sleppibúnaði. Með fylgir tengill fyrir húsarafmagnið og loft.

Ökumannshús: Tvöfalt CP28L standard gerð, fjórar hurðir. Hús frá framleiðanda undirvagns. Hefðbundnar  Scania innréttingar. Sérsmíðaður vandaður skápur með borði og hillum og möppugeymslu á milli fram og afturhluta. Í eða á skáp eru innstungur fyrir húsarafmagn, rafmagn frá vökvadrifnum rafal og inverter. Sérstakar hjálmafestingar fyrir reykkafara og ökumann og farþega frammí. Öllum miðstöðvum stýrt úr ökumannshúsi. Handföng á ýmsum stöðum fyrir farþega í fram og afturhluta. Sjálfvirk opnun á þrepum fyrir afturhurðir. Lýsing fyrir fram og afturhluta sem truflar ekki ökumann í akstri. Allir í öryggisbeltum.

Hjólabil: 4.550 mm.

Útblástur: Niðri á milli ökumannshúss og yfirbyggingar.

Dráttur: Dráttarkrókar eða pinnar að framan og aftan til að draga bifreiðina. Að auki kúla og tenglar 12/24V.

Reykköfunarsæti:  Sæti fyrir þrjá í Wiss reykköfunarstólum fyrir eins kúta Fenzy reykköfunartæki í afturhluta. Aftur bekkur er heill með lýsingu í geymslu undir bekk. Innrétting að öðru leyti stöðluð. Scania (Webasto)  miðstöð.

Yfirbygging: Yfirbygginging er öll úr trefjaplasti (burðarbitar líka) með eins mikið pláss fyrir búnað en vatnstankur er 4000 l. Þrír skápar á hvorri hlið. Rennihurðir úr áli fyrir skápum ásamt læsanlegri lokunarslá. Á hlið og þaki eru hlerar til að komast að vatnstanki og froðutanki. Á bakhlið er stigi og á þaki en Baggio rennibúnaður fyrir BAS 12 m. stiga og svo lausan A tröppustiga. Svo er kassi fyrir sogbarka, sigti og ýmis áhöld. Fremri skápar, miðskápar og öftustu hliðarskápar eru 55 sm á dýpt. Yfirbyggingin er samkvæmt staðli. Ruberg dælan er í aftasta skáp neðarlega en í skáp nr. 5 er One Seven froðuslökkvikerfi. Í öðrum skápum eru hefðbundnar innréttingar hillur, kassar, útgraganlegir veggir og niðurfellanlegar hillur. Festingum fyrir allan lausan búnað var komið fyrir. Að aftan er sérstök SAPA állituð árekstrarvörn. Bakkmyndavél er á bílnum og eins eru myndavélar til hliðanna. Niðurfellanleg ástig við alla skápa. Akstursmyndavél sem horfir fram og fer sjálfvirkt í gang í akstri er í bílnum og minni hennar nægjanlegt til að vista í 240 mín án þess að skrifað sé yfir eldri gögn. Auðvelt að færa gögn úr henni yfir á tölvu.

Slökkvibifreið Slökkvilið Hornafjarðar

Innrétting yfirbyggingar, pallar og skúffur: Öll gólf í skápum eru gerð úr sléttu ryðfríu stáli en það er mjög auðvelt að halda því hreinu. Veggir skápa eru klæddir með gataplötum til að auðvelda breytingar á innréttingum.. Álprófílar sem eru stillanlegir í hæð eða breidd í skápum fyrir hillur og innréttingar. Ýmsar innréttingar eins og útdraganlegur veggur fyrir björgunartæki, útdraganlegar skúffur niðurfellanlegar, útdraganlegir pallar, Einnig kassar í festingum. Allar innréttingar sem eru útdraganlegar eru læsanlegar og með endurskinsmerkingum.

Vatnstankur: 4.000 l. úr trefjaplasti. Mannop, yfirfall og skilrúm. Á tanknum er lögn að dælu 125 mm með spjaldloka. Einnig er 75 mm lögn í vatnstank frá brunahana. Storz DIN tengi. Á báðum hliðum bíls eru díóðuljós með hæðarstöðu á vatnstanki. Ljósin eru staðsett á þakvængjum sitthvoru megin. Að auki er kúluljós/viðvörunarhljóð á bakhlið sem gefur viðvörun ef Wisskapall er tengdur, vatns eða froðutankar tómir eða ef dæla hefur yfirhitnað.

Froðutankur: Einn úr trefjaplasti 100 l. fyrir slökkvifroðu af One Seven gerð. Mannop, yfirfall og skilrúm. Á tönkunum eru lagnir að One Seven slökkvikerfinu. Áfylling er um lögn að tank og á þeirri lögn er áfyllingardæla. Á báðum hliðum bíls eru ljós með hæðarstöðu á froðutank, ljósin eru fjögur mismunandi litir eftir magni í tank. Að auki er kúluljós/viðvörunarhljóð á bakhlið sem gefur viðvörun ef Wiss kapall er tengdur, vatns eða froðutankur tómir eða ef dæla hefur yfirhitnað.

Froðukerfi: Froðukerfi One Seven OS-C2-5500-020B ásamt loftpressu og olíukæli. Hámarksafköst 5.500 l/mín við 8 bar. Íblöndun á tvö 2 ½” úttök, slöngukefli og 4.000 l/mín. Task Force Tips Hurricane úðabyssu á þaki og 800 - 1.000 l/mín Task force Tips Tornado úðabyssu á stuðara. Inntak á froðutank er með Storz 38 kopar tengi. Áfylling á froðutank er með áfyllingardælu á lögninni og eins um um inntak á þaki. One Seven búnaðurinn er í skáp nr. 5 ásamt loftstýrðu slöngukefli sem er með 38mm slöngu. Tilheyrandi stútar fylgja. Á þaki er glussadælan og loftpressa fyrir kerfið. Sérstakt stjórnborð er fyrir One Seven kerfið en það er í dæluskáp. Úttökin tvö fyrir One Seven eru með kúluloka í skáp nr. 5. One Seven kerfið vinnur þannig. Á tveimur B75 úttökum, eða á einu B75 úttaki og slönguhjóli, eða á einu B75 úttaki og úðabyssu eða á úðabyssu og slönguhjóli.

Slökkvibifreið Slökkvilið Hornafjarðar

Brunadæla: Ruberg Euroline EH40  dæla sem afkastar minnst á lágþrýstingi 4.000 l/min við 10 bar og 3ja m. soghæð. Á háþrýstingi 400 l/mín við 40 bar. Tveggja þrepa úr bronzi. Dælan er búin rafstýrðum gangráð sem tryggir stöðugan þrýsting. Viðvörun við ofhitnun tveggja þrepa, fyrst með útrennsli (sjálfvirk kæling) en síðan drepur dælan á sér. Loftstýringar á lokum m.a. frá vatnstanki og til dælu, á aftöppun tanks og dælu. Loftstýrðir lokar á flestum lögnum m.a. að slöngukefli sem er með 70 m. 19mm. slöngu og Protek háþrýstistút. Sérstök loftlögn til að blása vatni úr háþrýstislöngu. Skrúfaðir lokar á úttökum en kúlulokar á One Seven úttökum. Dreining á dælukerfi og eins á vatns- og froðutanki.

Inntök/Úttök: Þrjú 75mm úttök frá dælu til hliðarskáps nr. 3 með skrúfuðum Storz B75 lokum og eitt slíkt Storz B75 í skáp nr. 5. Þar eru að auki tvö úttök Storz B75 með kúlulokum bæði fyrir vatn frá dælu og One Seven kerfi. Inntak inn á vatnstank í dæluskáp 75mm með Storz B75 tengi og loftloka. Sú lögn er með sjálfvirkum áfyllingarbúnaði. Inntök á dælu í dæluskáp tvö 125mm A110 Storz með loftstýrðum spjaldlokum. Eitt 75mm Storz B75 með loftstýrðum loka inn á dælu. Einnig er 1 ¼” inntak frá dælu inn á vatnstank sem sem við opnun fyllir á vatnstank í dælingu. Loftstýrt úttak á háþrýstislöngukefli. Loftstýrður loki á 125mm pípulögn frá tanki til dælu.

Háþrýstislöngukefli: Eitt. Staðsett í skáp nr. 3 með ramma með stýrikefli. 19 mm. slöngu 70m. langri með Protek háþrýstistút. Rafmótor og annað hvort handvirk eða sjálfvirk upprúllun. Hemlar. Loft til að hreinsa vatn úr slöngu.

Slökkvibifreið fyrir slökkvilið Hornafjarðar

Stjórnborð dælu: Grafyteco CanBus skjár til stýringar dælu, skápa og vinnuljósa, blárra ljósa, ljósamasturs og rafals ofl. eru í dæluskáp og eins er Opus stjórnskjár í ökumannshúsi. Innsetning dælu er í dæluskáp en einnig úr ökumannshúsi. Skjár í ökumannshúsi eru af Opus 3 gerð. Viðvaranir fyrir vél olíuþrýsting, vélarhita, aflúttak, loftbólumyndun, vatns og froðutanka, ljósamastur, úðabyssur, stiga á þaki, kassa á þaki, hurðir, hleðslutengi  ofl.  Grafyteco  skjárinn í dæluskáp sýnir myndrænt allar upplýsingar sem þörf er á m.a. ástandslýsingar. Flett er milli skjáa á mjög einfaldan hátt, aðgerðarskjár, stöðuskjár, lagnaskjár, ástandsskjár, allt í sama skjánum.  Gangráður og hraðastýring dælu. Eldsneytis, vatns og froðumagn sýnt á grafískan hátt. Neyðarstopprofi. Loftlokar fyrir vatns og froðutanka, fyrir tankáfyllingu, fyrir að opna vatn að dælu frá tanki, til að opna og loka fyrir slönguhjól og fyrir aftöppun á tanki og dælu. Hægt er að forrita ýmsa aðra möguleika m.a. á stýringar á vinnuljósum, skápaljósum, bláum og gulum ljósum, ofl.

Vatns og froðu kaststútar: Lögn upp á þak með tilheyrandi festingum fyrir Task Force Tips Hurricane úðabyssu sem afkastað getur allt að 4.000 l/mín. Ljóskastarar. Byssunni er fjarstýrt með þráðlausri stýringu. Á bifreiðinni þ.e. á framstuðara er Task Force Tips Tornado úðabyssa með afköst 800 – 1.000 l/mín og er stýrt með stýripinna í ökumannshúsi.

Ljósamastur: Fireco 4 x 50W 24V LED Nordic Type. Loftdrifið mastur og stjórntæki með snúningsmöguleikum. Viðvörun á skjá í ökumannshúsi og dæluskáp. Rofaborð fyrir uppsetningu og snúning upp og niður eða til hliðanna. Viðvörunarljós á toppi.

Rafall: Dynaset rafall af gerðinni HGV 10.1kVA 400V 10.1 kW. Staðsettur á þaki.

Rafmagn: NATO innstunga. Innstungur frá rafal og eins frá húsarafmagni í ökumannshúsi og skápum í yfirbyggingu. USB tenglar.

Upphitun: Tvær Webasto miðstöðvar í yfirbyggingu í rýmum með úttök í alla skápa og ein í ökumannshúsi. Miðstöðvum stýrt úr ökumannshúsi og hægt að fylgjast með þeim þar á hitamælum.

Ljós yfirbyggingar: LED ljósarennur í öllum skápum sem kvikna þegar þeir eru opnaðir, með gaumljósum í ökumannshúsi sem loga þegar skápur er opinn. Ljósarennurnar eru í einingum og eru þannig staðsettar að góð lýsing er í hverjum skáp. Hægt að kveikja þessi ljós sérstaklega.

Vinnuljós: Wiss Starlight vinnuljós allan hringinn. Gefur gott vinnuljós í minnst 1, 5 m. fjarlægð við slæm veðurskilyrði. Rofi í ökumannshúsi og á stjórnborði dælu. Einnig tengt við bakkgír.

Talstöð/Fjarskipti: Dulkóðuð Motorola Tetra MTM5400 talstöð. Lagnir ásamt loftnetum fyrir talstöðvar með 12/24V rafspennu eru til staðar.

Útvarp: Scania Útvarp FM/AM ásamt USB tengi.

Forgangsljós og sírena: Öll forgangsljós af LED gerð með möguleika á gulum (amber vinnuljósum) og bláum ljósum. LED ljós í grilli (6) að framan, á hliðum (6), á hliðarvængjum að framan/hlið og á bakhlið (6). Ljósabar á þaki ökumannshúss með bláum LED ljósum og gulum vinnuljósum.  2x100W Gamet Sírena. Loftlúður. Bakkviðvörun.

Ökuljós: Til viðbótar við þau ljós sem eru á ökumannshúsi Scania eru fjórir öflugir kastarar á kastaragrind. Wig Wag ljósaskiptir. Tveir kastarar fyrir ofan framrúðu.

Stigar: NOR BAS 12m. stigi í Baggio rafdrifnum rennu-festingum á þaki, þrískiptur. Einnig NOR A tröppustigi á kassa.. 

Slöngurekkar: Slöngurekkar í hliðarskáp nr. 2 fyrir 4", fyrir 3”, 20m og 1 ½”mm 20 m langar slöngur.

Aukahlutir: Með bifreiðinni fylgdu ýmsar festingar fyrir stúta og tengi, fyrir slökkvitæki með yfirfelldum spennum, teygjubönd ofl. Til að auðvelda ísetningu aukabúnaðar.

Merkingar: Stafir með nafni slökkviliðs og merki slökkviliðs neyðarnúmer o.s.frv. Sjálflýsandi og endurskin. Battenburg merkingar.

Sprautun - Litur: Stuðari, grill, bretti. Bifreiðin og yfirbygging í RAL 3000

Búnaður: Hleðslutengi fyrir rafgeymahleðslu og loft (Rettbox) með sleppibúnaði á ökumannshúsi.

Rafmagnsspil: Warn 8,2 tonna rafdrifið spil með ofurtogi ásamt trissu og krók í hlífðarkassa. Fjarstýring.

Laus búnaður: Stórum hluta af lausum búnaði var komið fyrir í bifreiðinni hjá yfirbyggjanda. Guardman brunaslöngur í 3” og 1 ½” stærðum 20 m. Protek 366 stillanlegir úðastútar. Holmatro Pentheon Combi Tool PTC60 sambyggðar klippur og glennur, Holmatro Pentheon Ram PTR51 tjakkur ásamt rafhlöðum og hleðslutæki. Flir K55 Hitamyndavél. Fenzy X PRO 18252 91 Reykköfunartæki ásamt aukakútum. Milwaukee Stingsög, hjólsög (járn), hjólsög (stein), keðjusög, borvél, slípirokkur, hleðslutæki og rafhlöður.

Slökkvibifreið Slökkvilið Hornafjarðar