Birgðastaða á reykskynjurum


Undanfarnar vikur hefur verið mikil sala í reykskynjurum, slökkvitækjum og eldvarnateppum. Birgðastaða á venjulegum 9V rafhlöðu reykskynjurum er ennþá  þokkaleg en 10 ára litlu nettu skynjarnir eru að verða búnir. Við höfum reynt mikið til að verða okkur út um meiri birgðir en það hefur gengið brösulega. Forlife 10 ára skynjarann fáum við vonandi aftur í júlí og eins stóra sendingu af Numens skynjurum venjulegum með 9V rafhlöðu, 10 ára skynjara (nýja gerð) og svo meira af þráðlaust samtengjanlegum (5 ára).

Um miðjann mánuðinn fáum við inn nýja gerð af 10 ára skynjara svona litlum og nettum um sig og eru upplýsingar um hann hér.

 

Smartwares RM620

SMARTWARES RM620

305064 SMARTWARES 10Y Optískur stakur og
stærðin er 70mm í þvermála og 34mm að hæð.
Með þeim allra minnstu. Innbyggð þöggun.
Umhverfishitastig 4°C til 40°C. Rakastig 10 til 90%.
Bíb hljóð 85 dB/3 m. Vel staðsettur prufu-hnappur
og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða
búin. 3V Litíum 10 ára rafhlaða. Viðvörun þegar
rafhlaða er orðin léleg (48 sek. fresti) í 30 daga
. Líftími skynjara 10 ár.

 

Við erum enn með góðar birgðir af vísamtengjanlegum skynjurum bæði 9V og eins 230V.

Hafið samband sem fyrst ef þið hafið áhuga á að panta í síma 568-4800 og/eða á netfangið oger@oger.is