Dagatöl, ný heiti og erlend verðhækkun

Eins og fram hefur komið hækkaði birgi okkar öll verð þann 14. apríl síðastliðinn. Við erum í næstu viku að fá sprengiefnasendingu á þessum nýju verðum og nú er ekki komist hjá því að hækka verð.


Eins og áður hefur komið fram reynum við að milda þessa verðhækkun eins og mögulegt er en utanaðkomandi aðstæður hjálpa ekki til við það. Við vorum að vona að krónan myndi styrkjast en sú hefur ekki orðið raunin á.

Í vikunni munum við senda til ykkar dagatöl en Þó nokkuð sé liðið á árið þá sendum við ykkur dagatal frá Orica Minining Services (Dyno Nobel), sem er birgi okkar í sprengiefnum.

Ástæðan fyrir að við sendum ykkur þetta dagatal þó að þið eflaust séu komin með önnur dagatöl, er að, í dagatalinu er verið að kynna stefnu fyrirtækisins ásamt nýjum nöfnum á þeim gerðum sprengiefna, sem birgi okkar býður.

Hefðbundið dínamit gengur undir nöfnunum Dynomit eða Dynorex.
Rörhleðsluefnið heitir áfram Kemix A.
Nobelit er fljótandi efni í plastpulsum (ekki hér á markaði).
Dynopre er Dynosplit efnið (með sprengiþræði).
Primerar nefnast nú Nobel Prime og Dyno Prime.
Sprengiþræðir E-Cord 5gr., F-Cord 10gr. og Nobelcord 20, 40 og 80 gr.
Anolit (AnFo) heitir nú Exan og svo bókstafur til viðbótar um gerð.
Nonel kveikjurnar heita áfram Nonel.
Hin ýmsu fljótandi sprengiefni heita nú Civec (slurry í gangagerð), Centra (slurry ofanjarðar),    Subtek (slurry í gangagerð) og Fortis (slurry ofanjarðar), en þessi efni voru nefnd slurry efni. T.d. Títan.

Örlítill fróðleikur. Gera má ráð fyrir, að við höldum okkur við gömlu nöfnin að mestu, en nauðsynlegt fyrir viðskiptavini okkar að þekkja hin nýju nöfn.