Héðinsfjarðargöng Ólafsfjarðarmegin

Undanfarna viku hefur undirbúningur farið fram við að koma upp búnaði og kenna verkreglur við notkun á Titan 7000 við jarðgangasprengingar Ólafsfjarðarmegin.

Undanfarna viku hefur undirbúningur farið fram við að koma upp búnaði og kenna verkreglur við notkun á Titan 7000 við jarðgangasprengingar Ólafsfjarðarmegin.

Í síðustu viku kom búnaður á Ólafsfjörð og eru Benjamín Vilhelmsson og Gudmund Leirvik frá Dyno Nobel að koma búnaði fyrir á borvagni og kenna notkun hans.

Veður hefur verið afleitt eins og flestir vita og hefur kuldinn sett strik í reikninginn. Titan blandan verður að vera minnst 10°C heit svo allur ferill verði réttur og árangur verði sem bestur.  Því þar við erfiðar aðstæður að hita upp blönduna en von er á að aðstæður batni svo upphitun verið ekki vandamál í vetur.

Eins og staðan er nú verður fyrsta sprengingin í göngunum með Titan 7000 efninu seinni partinn á morgun.

Eins hefur blöndunarbúnaður verið fluttur milli borvagna Siglufjarðarmegin en þar er kominn nýr borvagn. Þar er önnur vörubifreiðin komin sem flytur blöndunarbúnaðinn.

Sú vörubifreið sem notuð verður undir búnaðinn fer á Ólafsfjörð í næstu viku.

Við eigum von á að fá myndir frá verkstað um miðja næstu viku og munum setja þær inn þegar þar að kemur.