Hleðsla og framleiðsla á Anoliti

Á föstudag var hlaðið í 5.500 m3 skot og fóru í það 4.220 kg. af Anoliti.

Á föstudag var hlaðið í 5.500 m3 skot og fóru í það 4.220 kg. af Anoliti.

Hlaðið var beint í holur úr "Gömlu Dömunni" eins og við köllum hana en það er eina bifreiðin sem getur bæði framleitt og hlaðið í sekki eða beint í borholur.

Mætt á staðinn

Ávinningurinn af hleðslu beint í holur er talsverður en þar má nefna að öryggi er meira, ekki þörf á sprengiefnalager, enginn flutningur á sprengiefnum,  hægt að ákveða hleðslumagn fyrirfram, hægt að hlaða mun meira í einu, betri nýting á mannskap, nákvæm skráning, vatnslosun, engar sprengiefnaleifar og engar umbúðir.

 


Framleiðsla hafin Gamla daman er útbúin með 6.000 kg. tanka fyrir AN og nauðsynleg íblöndunarefni. Í henni eru tvær hleðsluklukkur þar sem framleitt efni fer í eftir að hafa verið blandað í snigli og því er síðan

blásið úr þeim eftir 50 m. slöngu í borholur.

Gamla daman er fjórhjóladrifin þannig að hægt er að fara um  í námu og eiga við holur í allt að 50 m. fjarlægð. Framleiðslan er annað hvort sjálfvirk eða handvirk allt eftir því hvað hentar betur.

Hleðsla í fullum gangi
Í þessu skoti voru notaðar Nonel kveikjur U500 12 m. langar og SL17 4,8 m. langir seinkarar. Með Nonel kveikjum eru möguleikar á að skipta upp tíma nánast óendanlegir og boðið upp á miklu meiri möguleika en í rafmagnshvellhettukerfinu þar sem ekki eru til nema 20 númer.

Hleðsluslangan liggur yfir skotsvæðið



Gamla daman er útbúin með loftpressu til að dæla efninu en einnig er pressan notuð til að blása vatni úr borholum. Þess þurfti ekki að þessu sinni þar sem verðrið lék við okkur og engin bleyta í námunni að ráði.



Gengið frá

Að sögn sprengistjóra tókst sprengingin frábærlega en þetta var í fyrsta skipti sem Nonel kveikjur voru notaðar þarna og var brotið á steinunum mun betra en áður. Allt jákvætt.

Við þökkum fyrir okkur.

Sjá frekari upplýsingar.