Í gær voru framleidd um 10 tonn af Anoliti og

Í gær voru framleidd um 10 tonn af Anoliti og hlaðið í holur í námunni við Reykjanesbrautina.

Í gær voru framleidd um 10 tonn af Anoliti og hlaðið í holur í námunni við Reykjanesbrautina.

Þetta er það mesta sem hlaðið hefur verið hérna megin á landinu en við höfum skotið stærsta skotinu til þessa en það var á Reyðarfirði en þá fóru um 28, 5 tonn í eina 60 þúsund rúmmetra af fastri klöpp í Álversgrunninum þar af voru  um 5,5 tonn af dynamiti.

Þetta er smá saman að aukast og bormunstur hefur verið aukið með góðum árangri svo sparnaður felst m.a. í færri bormetrum, skemmri tíma og minni mannskap sem þarf að starfa að skotinu.

Hleðslan gekk mjög vel en þó urðum við því fyrir því óhappi að drifskaft sem drífur blöndunar og hleðslubúnaðinn gaf sig en varaskaft er ávallt með en töfin varð um tveir tímar.

Ætlunin var að taka myndir en úr því varð ekki þar sem myndasmiðurinn eyddi tímanum við að skipta um drifskaft.

Ávinningur af notkun AnB framleiðslu og hleðsluaðferðar er í stuttu máli.

  • Mikið öryggi
  • Enginn sprengiefnalager
  • Verulega dregið úr flutningi á sprengiefnum
  • Fyrirfram ákveðin hleðsla í holu
  • Meiri hleðsluafköst
  • Nákvæm hleðsla með lágmarks mannskap
  • Nákvæm skýrslugerð
  • Vatnslosunarmöguleikar
  • Engir sprengiefnaafgangar
  • Engar umbúðir til að vandræðast með


  • Mjallhvít í baksýn