Okkur voru að berast myndir frá Héðinsfjarðargangaverkefninu

Í dag fengum við nokkrar myndir frá upphafi Héðinsfjarðaganga frá verkefnastjóra Metrostav David Cyron.

Í dag fengum við nokkrar myndir frá upphafi Héðinsfjarðaganga frá verkefnastjóra Metrostav David Cyron.

Héðinsfjarðargöng Siglufjarðarmegin september 2006

Hér má sjá borvagn þann sem byrjað verður með og stafnvegginn Siglufjarðarmegin. Titan 7000 verður notað við gangagerðina en það er sama efnið og notað er nú á Kárahnjúkasvæðinu.

Verkið var hafið með hefðbundnum aðferðum en í byrjun næstu viku mun koma sérfræðingur frá Dyno Nobel og kenna og aðstoða við notkun á  hleðslubúnaðnum sem nota þarf.


Héðinsfjarðargöng Siglufjarðarmegin september 2006

Nonel LP kveikjur verða svo notaðar við  sprengingarnar.  Verktaki er langt kominn með undirbúningsvinnu og að koma sér fyrir.

Eftir um það bil tvo mánuði ef allt fer að óskum verður kominn annar blöndunarbúnaður fyrir Titan 7000 sem notaður verður Ólafsfjarðarmegin en þar verða aðalstöðvar Metrostav.

Héðinsfjarðargöng Siglufjarðarmegin september 2006


Þegar svo er orðið verður unnið með Titan 7000 efninu og búnaði á þremur stöðum á landinu. Sjáið frétt og nánari upplýsingar um Titan SSE kerfið

Hér má sjá frekari myndir frá byrjun.