Við höfum bætt við upplýsingum á síðuna okkar

Við höfum bætt við upplýsingum á síðuna okkar en heimsóknir hafa verið talsverðar og við finnum á viðskiptavinum okkar að þetta er að koma sér vel. 

Efst á síðunni núna er kominn vörulisti (sænskur) en í honum eru flýtihnappar og á hann að auðvelda viðskiptavinum aðgengi að upplýsingum um þau sprengiefni og fylgihluti sem við getum boðið.

Eins höfum við sett inn sænskan bæklingu um notkun á Nonel kveikjum en fyrir var bæklingur á ensku. Tvær kynningarmyndir eru einnig komnar inn sem sýna notkun á Nonel kveikjum og eins Nonel LP kveikjum í jarðgangnagerð. Því miður eru þessar myndir mjög þungar í vinnslu og við vinnum að að fá aðra lausn á að sýna þessar myndir á síðunni. Það er trú okkar að innan tveggja ára muni  notkun á rafmagnshvellhettum dragast verulega saman. 

Í dag er notkun eða sala okkar á rafmagnshvellhettum langt innan við 1/20 af sölu á Nonel kveikjum. Það segir sína sögu.