Undanfaraslökkvi- og björgunarbifreið fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar 2025

 

Myndasafn

Slökkvilið Borgarbyggðar 2025

MERCEDES BENZ SPRINTER 519 4X4 með ályfirbyggingu og 1000 l. vatnstanki

 

Tæknilegar upplýsingar:
MERCEDES-BENZ 519, sjálfskiptur 9 gírar Tronic, 4X4 4 Matic, sumardekk. Leyfileg hámarksþyngd: 5500kg., Vél 2,0 Dísel Euro 6 190 hö og tog 450Nm. Öryggiskerfi ABS, ESP, EBC, EBD, TCS, HBA. Lengd 6,65m; Breidd 2,6m; Hæð 2,1m.

Undanfara og slökkvibifreið

 

Mannskapshús:
Venjulegt Mercedes-Benz fjögurra dyra hús og farþegar 2 + 4. Sæti klædd vistvænu leðri. Rafdrifnar rúður í framrými. Sjálfvirk loftkæling Thermotronic. Miðstöð til upphitunar húss og vélar. Fjölnotastýri. Bíltölva. Útvarp með SD, USB rauf og Bluetooth. Leslampi. Samlæsingarkerfi. Handfangsstöng á milli sæta fram og aftur í.

Undanfara og slökkvibifreið

 

LED ljós að framan. Halogen þokuljós með beygjuljósum. Rafmagnsfellanlegir og stillanlegir speglar með bláum blikkljósum. Á þaki LED blikkljósabar og LED kastari fyrir framan. Sett af LED blikkljósum í grillinu og á hliðum yfirbyggingar. Sett af LED stefnuljósum á frambrettum. Sett af HALO BLITZ ljósum á afturhlið (stöðuljós + flass). Tvö LED Blá blikkljós er á afturhlið. Á bakhlið LED leiðbeiningarljósarenna. Sírena 150W með mismunandi tónum. 150W Hátalari. Endurskinsmerki á öllum hliðum ökutækis. Merking með auðkenningareiningum.

Undanfara og slökkvibifreið

 

Yfirbygging:
Ályfirbygging með álrömmum sem eru soðnir saman með millirömmum. Hliðarplötur og þak úr áli. Innri klæðning er eingöngu úr áli. 5 skápar í efri hluta yfirbyggingar. 4 skápar í neðri hluta yfirbyggingar. Hlera fyrir neðri skápa má nota sem ástigspalla sem auðvelda aðgang að efri hluta yfirbyggingar. Hæðarstillanlegar hillur fyrir búnað. LED Ljós inni í öllum skápum. Þak yfirbyggingar er um leið vinnupallur með hálkuvörn og LED vinnulýsingu. LED Vinnuljós á hliðum ökutækisins, mannskapshúsi og yfirbyggingu alls 7 stk. Ryk- og vindþéttar rennihurðir úr dökkgrálituðu áli með hurðaslám, upprennifjöðrum og læsanlegar. Dökkgrálitaður þakstigi og þrepin með hálkuvörn. Dökkgrálitað þakhandrið að aftan.

Tohatsu VE1500 dæla

Dælubúnaður:
Tohatsu eins þrepa brunadæla af gerðinni VE1500. Tvígengisvél, vatnskæld 60 hestöfl. Afköst 2050 l/mín við 6 bör, 1800 l/mín við 8 bör og 1500 l/mín við 10 bör. og 3ja m. soghæð. Rafstart og handstart. Tvö 2 1/2" úttök með skrúfuðum lokum og eitt 4" inntak. Handvirk priming. Vél og dæla úr seltuvörðu áli og allir innri hlutar úr ryðfríu. Eldneytistankur 24 l. úr ryðfríu stáli. Mælaborð. Sjálfvirkt innsog. Tengd með losanlegri tengingu við vatnstank.

Undanfara og slökkvibifreið

 

Vatns- og froðukerfi:
Vatnstankur 1000 lítra úr tæringarþolnum efnum með vatnshæðarmæli. Froðutankur 100 lítra úr tæringarþolnum efnum með froðumagnmæli. Miðstöð í yfirbyggingu (staðsett í dælurými)

Undanfara og slökkvibifreið

Búnaður:
Rafdrifið spil með toggetu upp á tæp 6 tonn (5897 kg), stjórnað með snúrutengdri fjarstýringu og þráðlausri viðbótarfjarstýringu í kassa framan á ökutækinu. Hlífðargrind dökkgrálituð, með langdrægum LED ljóskösturum og stöðuljósum. Loftdrifið ljósamastur með stýribúnaði í skáp í yfirbyggingu. LED flóðljós 2 x 180W. Tenging fyrir húsarafmagn 230V/50Hz til hleðslu á geymum. Sjálfvirkur vaktari 12V DC hleðslutæki. Brunastigi á þaki, verkfærakassi.