Holmatro björgunartæki og púðar


Veljið frekari upplýsingar um klippur, glennur, tjakka, combi tæki, púða, dælur og annan búnað ætlaðan til björgunarstarfa í listanum hér við hliðina.

Okkur hefur ekki unnist tími til að setja inn upplýsingar um nýju rafhlöðuknúnu björgunartæki frá Holmatro sem eru algjör bylting en með því að smella hér komist þið inn á síðuna sem sýnir allar þær gerðir sem í boði eru. Líka hægt að smella á myndina.

Holmatro Pentheon björgunartæki

Holmatro býður einnig upp á klippur, glennur og tjakka fyrir ýmsan iðnað og einnig tæki fyrir sérsveitir.

Við erum sífellt að endurnýja upplýsingar á þessari síðu enda Holmatro framleiðandinn sífellt að endurbæta og koma með nýjungar til að mæta auknum kröfum. Hér eru ekki tæmandi upplýsingar um allar gerðir en flestar þær gerðir sem eru í notkun hérlendis. Hér er að finna upplýsingar um nýju CORE tæknina.  Afl tækja hefur verið aukið einfaldlega vegna sterkbyggðari ökutækja. Við viljum því biðja ykkur sem áhuga hafa á meiri upplýsingum en við höfum á okkar síðu að fara inn á heimasíðu Holmatro en þar eru allra nýjustu upplýsingarnar ásamt því að þar er t.d. á mjög svo einfaldan hátt sett saman björgunarsett miðað við ákveðnar aðstæður. Þar eru upplýsingar um vökvadrifin björgunartæki, vökvadælur, vökvaslöngur og slönguhjól, aukabúnað, lyftipúða, þéttibúnað og námsefni um notkun. Námsefnið getið þið einnig fengið hjá okkur og einnig á vefnum.

Holmatro á YouTube og Facebook

YouTube    

Facebook

Holmatro gefur út kennsluefni og myndskeið af bestu notkun björgunartækjanna á YouTube, Facebook(Fan page) og Facebook(Holmatro Rescue World). Með þessu vill Holmatro deila þekkingu á björgunaraðferðum með notendum um allan heim. Við hvetjum björgunarfólk til að gerast áskrifendur (subscribe) að þessum myndböndum til áframhaldandi þekkingaröflunar. 

"The best thing about knowledge is passing it on."
Read the blog posts of experts travelling the world to train and exchange knowledge with rescuers from all nationalities.

FÁÐU NÝJUSTU FRÉTTIRNAR AF HOLMATRO MEÐ ÞVÍ AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ BLOGGINU ÞEIRRA!
Holmatro heldur úti blog síðu og býður upp á áskrift að fréttum frá þeim. Sjá hér: https://www.holmatro.com/en/rescue/experience/blog

 
 
Viljir þú skoða ýmsa bæklinga frá Holmatro þá eru þeir hér: https://www.holmatro.com/en/rescue/brochures