Brunaslöngur, tengi, stútar, sogbarkar ofl.


Eins og hefur komið fram áður er góð almenn sala í brunaslöngum, tengjum, stútum, sogbörkum ofl. Við vírum Storz tengin á slöngurnar. Við reynum að eiga gott úrval af brunaslöngum og eins Storz tengjum bæði seltuvörðum og ekki. Við erum komin aftur með allra vinsælasta Protek úðastútinn þennan á 1 1/2" og 2" slöngur 475 l/mín. Við eigum allar helstu stærðir af sogbörkum (gúmmí vírstyrktum) en vantar 4" í 3ja m. lengdinni. Þeir voru að klárast en við eigum 2,5 m. lengdir.

 

Brunaslöngur og tengi

 

Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.