Brunavarnir Suðurnesja kaupa vagn fyrir spilliefnabúnað.

Ekki fyrir löngu gengu Brunavarnir Suðurnesja frá kaupum á vagni sem ætlaður er fyrir spilliefnabúnað þeirra. Eins er vagninn manngengur þannig að brunaverðir geta haft fataskipti þ.e. farið í og úr eiturefnabúningum sínum. Í vagninum verður margvíslegur búnaður eins og m.a. sturta, þéttiefni og þéttibúnaður, dælur, eiturefnabúningar, stoðir, uppsogsefni, ílát, rafstöð ofl. ofl.


Hér má sjá teikningu af vagninum.

Vagninn er 4ra m. langur og breidd hans er 2,48 m. Hæðin er 2.95 m. Þrjár hurðir eru á hvorri hlið en þær tvær aftari ná ekki alveg upp þar sem innangengt á að vera í hillur þar fyrir ofan. Að öllum líkindum verður fremsti skápurinn gegnumgangandi til að að gott rými verði fyrir stærri hluti eins og stoðir ofl. Að aftan er hurð læsanlega eins og rennihurðir á hliðum. Þar inni verða læstar geymslur fyrir ýmsan viðkvæman búnað og persónulegar eigur þeirra sem vinna í eiturefnabúningunum.
 
Vinnuljós verða á þaki og inni í vagninum. Blá og gul viðvörunarljós. Ljósamastur 2 x 1000 W loft eða rafdrifið. Rafstöð verður við beisli en beislið er stillanlegt eins og sjá má á teikningu. Vagninn er á fjórum hjólum og verður með stuðningsfætur og tröppur upp að aftan.
 
Wawrzaszek smíðar slíka vagna eftir óskum hvers og eins og eru tilbúnir til að taka þátt í undirbúniningi og hönnun slíkra lausna. Að öllum líkindum þá verður þetta fyrsti vagninn manngengur fyrir slökkvilið fyrir þennan tilgang sem þeir smíða og sá fyrsti hérlendis. 
 
Gera má ráð fyrir að vagninn komi í sumar til landsins og munum við þá fræða ykkur frekar um útbúnaðinn.