Eigum Wenaas Pbi-Kevlar rauðan galla á tilboðsverði


Við eigum eitt sett af rauðum Wenaas Pbi/Kevlar galla á tilboðsverði í stærð Medium. Hann er frá 2015 og hefur verið sýningareintak. Verðið er aðeins kr.  45.175,- án VSK. Ef þið hafið áhuga og frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.

Wenaas hlífðarfatnaður

 Seljist hann gengur upphæðin óskipt til góðs málefnis. Vonum að kaupandinn sættist á það málefni sem við höfum valið en það er Vímulaus æska.

Fatnaðurinn er gerður úr Pbi/Kevlar efnum, Nomex og með GORE-TEX vatns og öndunarvörn. Snið er í  hálfsíður jakki með bak síðara. Buxur eru smekkbuxur. Fatnaðurinn í venjulegri útfærslu og sniði er vel búinn vösum, endurskinsmerkjum, krækjum fyrir hanska og maska og svo frönskum rennilás og krækjum til lokunar.

Wenaas hlífðarfatnaður

Góð lokun er í háls. Styrkingar með fóðrun á öxlum. Tveir vasar fyrir fjarskiptabúnað í jakka ásamt tveimur öðrum hliðarvösum og svo er einn vasi að innan ásamt tveimur vösum fyrir hanska, annar með maskafestingu. Stroff fyrir þumalfingur. Pbi efnisstyrkingar á neðri hluta erma að aftan (svart efni). Rennilás og franskur rennilás til lokunar á jakka ásamt krækjum. Á baki jakka er öryggisbeltis festing þ.e. heilt stykki yfirsaumað til að verja öryggisbelti fyrir hita.

Wenaas hlífðarfatnaður
Buxur þrengdar í mittið með snúru. Tveir hliðarvasar á buxum. Sérstakur vasi fyrir hníf eða annað neðst á skálm. Hægt að þrengja skálmar með snúru (snjó og vatnsgildra). Pbi efnisstyrkingar og frá hné og niður að framan (svart efni). Neðst á skálmum er vatnhelt Kelvar efni til styrkingar. Rennilás og franskur rennilás til lokunar.