Kerruvagn fyrir Brunavarnir Suðurnesja

Eins og fram hefur komið þá er verið í Póllandi að smíða kerruvagn fyrir  Brunavarnir Suðurnesja.
Það gengur svo sem ágætlega en ýmsar breytingar hafa verið gerðar og til hins betra. Okkur hafa borist myndir af útliti og látum við þær fylgja hér með.





Fremsti skápurinn verður gegnum gangandi og hurðir verða um leið sliskjur eða brýr til að geta ekið búnaði þar inn. Fyrir tveimur skápum inni í mannskapsrými  verða hurðir en þeir skápar eru hugsaðir fyrir viðkvæman búnað.





Allar plötur til innréttinga verða úr sýruþolnu efni. Rafgeymir fyrir ljós þ.e. vinnuljós og viðvörunarljós, hleðslutæki fyrir rafgeymir, loftkútur fyrir ljósamastur ofl. ofl.