Ný sending af Gras brunaslönguhjólum og skápum


Við vorum að taka inn sendingu af Gras brunaslönguhjólum, skápum og römmum (innfellingar) nú nýverið. Þó nokkur sala af hjólum í skápum og eins innfelldum skápum.

Við erum aðallega með brunaslönguhjól í 30 m. lengdum 3/4" eða 1" en það er lítill verðmunur frá birgja á 25m. og 30m. svo okkur finnst skynsamlegra að taka inn 30 m. hjólin enda sama stærð af hjóli. Eina gerð erum við með í 40m. lengd.

Einnig erum við með hjólin í skápum fyrir bara hjól eða fyrir hjól og slökkvitæki. Við erum með eina gerð af skápum einstaklega grunna eða aðeins 11sm, en þá er diskur hjólsins 70sm. en almennt er diskurinn 60sm. Almennt er dýpt skápa 18sm.

Við reynum að vera ávallt með á lager upphitaða brunaslönguhjólaskápa fyrir hjól og hjól og slökkvitæki. Eins erum við oftast með ryðfrí hjól í 30 m. lengdum.

Almennt eru skápar ljósir á lit RAL9020 en við getum pantað í öðrum lit eins og t.d. RAL3000 rauðum.

Gras brunaslönguhjól

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í síma 568 4800 eða sendið tölvupóst á oger@oger.is.