Slökkvibifreið að koma

Nú á næstu dögum fer slökkvibifreiðin fyrir Brunavarnir á Héraði og Flugmálastjórn í skip. Hér er án efa ein glæsilegasta slökkvibifreið sem hér á landi verður en hún verður staðsett á flugvellinum á Egilsstöðum. Hér getið þið skoðað myndir af bifreiðinni.

Eins og sést þá er undirvagn af Scania P420 gerð 6 x 6 en hún er sjálfskipt með áhafnarhúsi fyrir allt að sex menn.

Dæla er af gerðinni Ruberg R40/2.5 4.000 l. há og lágþrýst með froðubúnaði. Úttök eru fjögur tvö á hvorri hlið og inntök tvö 4" að aftan. Vatnstankur tekur 6.100 l. og froðutankur 610 l. Tvö háþrýstikefli með Protek úðastútum með froðuröri.

Úðabyssurnar eru af gerðinni Akron Brass 2.500 l/mín. og 800 til 1.000 l/mín. Byssunum er stýrt úr ökumannshúsi. Duftkúla tekur minnst 100 kg.

Á bifreiðinni ljósamastur  2 x 1000 W veltanlegt og snúanlegt drifið af PowerTek 6 kW rafal frá vél. Stigi 10 m. á þaki ásamt kassa fyrir áhöld og fleira. Webasto miðstöðvar eru í öllum skápum og áhafnarhúsi.

Ýmsar innréttingar eins og veggir og hillur.

Bifreiðin er smíðuð í Póllandi af ISS-Wawrzaszek eins og allar þær nýjar slökkvibifreiðar sem seldar hafa verið til landsins í ár.

Frekari upplýsingar um bifreiðina.

Sjá myndir.