Við vorum að taka inn sendingu af Purify Air 30 reykhettum.


Við vorum með á lager fyrir nokkrum árum Purify Air 30M reykhettur (flóttahettur) og tókum inn nú nýverið sendingu vegna eftirspurnar. Hetturnar hafa verið mest keyptar inn fyrir stofnanir, fyrirtæki og verksmiðjur.

Purify Air 30 Reykhettan er úr eldtefjandi efnum með síu til að sía reyk við undankomu úr eldsvoða eða efnaslysi. Ver einnig augu og þétting úr hitaþolnu gúmmíi. Hettan er úr PVC efni sem þolir allt að 1000°C hitageislun eða loga en í stuttan tíma. Ver gegn heitri fallandi ösku. Notkunartími er allt að 30 mínútur en það er þó allt háð umhverfi. Hettan er einföld í notkun og er í innsigluðum kassa. Líftími er 5 ár og hettan er einnota.
Purify Air 30 Reykhettur


Notkunartími reykhettunar er 30 mínútur en einnig eru fáanlegar 60 mínútna hettur en við erum eingöngu með 30 mínútna gerðina á lager hjá okkur og hún er í innsigluðum plastkassa. Hetturnar eru líka fáanlegar í tösku.
 
Purify Air 30 Reykhettur
Staðreyndin er sú að fleiri látast af völdum eitraðra lofttegunda en af völdum elds eða hita í eldsvoða. Purify Air 30 Reykhettan er til þess að þú og fjölskylda þín komist undan í eldsvoða. Reykhettan ver þig gegn innöndun lífshættulegra lofttegunda eins og Carbon Monoxide, Hydrogen Cyanide, Hydrogen Sulfide og ýmsum öðrum eitruðum lofttegundum.. Reykhettan ætti að vera til staðar á heimilum, hótelum, skólum, sjúkrahúsum, elliheimilum, fyrirtækjum, stofnunum og fleiri stöðum þar sem Purify Air reykhettan getur bjargað lífi.
Upplýsingatafla fyrir ASE30 og Purify Air 30M

Eitur-
efni/loft

Styrkur

Notkunartími

ASE30

Purify Air 30M

HCN
Hydrogen Cyanide

400 PPM

> 30 Mínútur

> 30 Mínútur

CO
Carbon Monoxide

2500 PPM

> 30 Mínútur

> 30 Mínútur

Acrolein

100 PPM

>30 Mínútur

> 30 Mínútur

HCL
Hydrogen Chloride

1000 PPM

> 30 Mínútur

> 30 Mínútu

Síun smáagna: > 95%
Viðnám í útöndun: < 300 Pa
Viðnám í öndun: < 800 Pa
Þyngd: Purify Air 30: 860 g
Geymsluhitastig: 0 — 40ºC
Geymslutími: 5 ár
Viðurkenning CE EN403:2004 No. 1437


Leiðbeiningar um notkun
 
Purify Air 30 Reykhettur Leiðbeiningar Purify Air 30 Reykhettur Leiðbeiningar Purify Air 30 Reykhettur Leiðbeiningar

Opnið hylkið, takið út hettuna

Þrýstið síunni út með þumalfingrum Breiðið úr henni og togið út tvo tappa á framhlið og bakhlið sem eru síuopnanir, hendið hylkinu og töppunum.

Breiðið úr hettunni og togið hana yfir höfuðið. Takið um hettuna hjá síudósinni og
setjið hana rétt yfir öndunarfæri

Purify Air 30 Reykhettur Leiðbeiningar Purify Air 30 Reykhettur Leiðbeiningar Purify Air 30 Reykhettur Leiðbeiningar

Strekkið borðana með því að toga í þá afturábak og til hliðar.

Myndin sýnir hvernig hettunni á að vera fyrir komið.

Andið rólega og fylgið útgönguleið, ef það er ekki gerlegt bíðið eftir að slökkvilið komi.

 

Purify Air 30 Reykhettur Bæklingur

Varúðarráðstafanir
  • Ef eldur brýst út eða viðvörunarboð um eld heyrast setjiði á ykkur reykhettuna. Ekki bíða eftir reyk þar sem kolmonoxíð eða aðrar eitraðaðar lofttegundir myndast áður en reykur birtist.
  • Reykhettan framleiðir ekki súrefni og til þess að hún nýtist verður að vera minnst 17% súrefnismettun í umhverfinu. Öndunarsían getur síað frá allt að 1,5% kolmonoxíðs
  • Ábyrgðartími: Purify Air reykhettuna skal geyma á köldum 0°C til 40°C og þurrum stað. Geymslutími og ábyrgðartími er fimm ár frá framleiðsludegi. Ef hettan hefur verið notuð vð neyðaraðstæður á þessum tíma skiptir framleiðandi henni út fyrir nýja.
  • Reykhettan er einnota. Hafi insigli verið rofið og hettan notuð skal henni hent.
 
Purify Air 30 Reykhettur Bæklingur
Purify Air 30 Reykhettur Bæklingur
 
Purify Air 30 Reykhettur


Við biðjum því áhugasama að hafa samband og sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.