Búðir teknar niður í Kárahnjúkum

Nú í byrjun júní tókum við niður búðir okkar í Kárahnjúkum við Sandfellið en þetta svæði er nú að fara undir vatn. Tjaldskemman okkar upp á 270 m2 var erfið viðfangs en að lokum tókst að koma dúk og burðarvirkjum fyrir á fleti sem flutt var svo til Reykjavíkur. Við stefnum svo að því vegna verulega aukinna umsvifa að setja skemmuna upp hér á Reykjavíkursvæðinu.

Talsverðar æfingar voru við taka niður skemmuna en haf dúksins er allstórt líklega um 400 m2. Verkið hófs um Hvítasunnu en  þá brast á snjókoma svo hætta  þurfti við en þó tókst að leggja dúk á jörðina og fergja. Við byrjuðum svo að nýju á föstudag í síðustu viku og lauk öllu svo á mánudagskvöld með góðri aðstoð Arnarfells- og Suðurverksmanna. Án þeirra hefði þetta einfaldlega ekki gengið. Við þökkum kærlega fyrir aðstoðina.

Í ljós kom en skemman hefur staðið í ein þrjú ár við Sandfellið að þessi bygging er ótrúlega sterk og áreiðanleg. Burðarvirkið gríðarsterkt og einfalt. Dúkurinn er þó nokkuð þungur enda einangraður og festingar og samsetningar mjög hugvitsamlega gerðar.

Skemman er komin til Reykjavíkur og við viljum setja hana upp sem fyrst til að sinna auknum viðskiptum hér á suð-vestur horninu. Við erum því að leita eftir lóð fyrir starfsemina og biðjum þá sem áhuga hafa að láta okkur vita ef þeir geta bent okkur á góðan stað.

Hér eru myndir frá niðurtektinni.