Hækkun á verði sprengiefna

Við höfum vegna gengissigs undanfarið eða frá gerð síðasta verðlista  hækkað verð á sprengiefnum lítillega.  


Verðið hefur hækkað frá 4% til 5,6% allt eftir gerð efnis. Anolit framleiðsla hefur hækkað minnst. Hækkun okkar er mun minni en sem svarar gengisbreytingu og er það von og ósk okkar að hægt sé að halda þessu verði áfram.

Vegna sumarleyfa  höfum við opið frá kl. 8.00 til kl. 16.00 og verður svo fram til 18. ágúst.

Þann 18. ágúst breytum við yfir í vetrartímann og opnum kl. 8.15 og er þá opið til kl. 17.00

Opið er virka daga frá mánudegi til föstudags. Við vonum að þið viðskiptavinir okkar taki þessum breytingum  vinsamlega.

Við höfum ráðið tvo afleysingamenn í sumar Pál Brynjarsson (sem verið hefur hér undanfarin sumur) og Ara Frey Oddsson sem ekki hefur verið hér áður.

Eins biðjum við um umburðarlyndi gagnvart þeim sem verið er að þjálfa og kenna svo þeir geti þjónustað ykkur sem best.

Með von um sólríkt  og gleðilegt sumar.