Í gær laugardag var fyrsta formlega sprengingin

Í gær laugardag var fyrsta formlega sprengingin í Héðinsfjarðargöngum en það var samgöngumálaráðherra sem ýtti á hnappinn.

Í gær laugardag var fyrsta formlega sprengingin í Héðinsfjarðargöngum en það var samgöngumálaráðherra sem ýtti á hnappinn.

Áður en var sprengt  var athöfn við gangamunnann þar sem styttu af heilagri Barböru var komið fyrir í litlum upplýstum kassa en hún er verndardýrlingur og vakir yfir og verndar þá sem vinna í göngum. Við athöfnina voru starfsmenn Metrostav, Háfells og svo Vegagerðar.

Prestur kom frá Akureyri og var athöfnin látlaus en hátíðleg. Minntist presturinn m.a. á að líkneski af heilagri Barböru fannst í Kapelluhrauni við Álverið í Straumsvík fyrir nokkrum árum.

Um rúmir 40 m. hafa verið sprengdir inn í bergið nú og verktaki óðum að koma sér fyrir og undirbúa áframhaldandi vinnu í vetur. Það er ekki svo langt í að sprengingar hefjist í göngum í Ólafsfirði og er undirbúningur á fullu við að koma Mini SSE blöndurtæki þangað og koma upp nauðsynlegri aðstöðu fyrir þann búnað sem þörf er á. Sjá myndir af athöfninni og sprengingu samgöngumálaráðherra.