Í gær var fyrsta sprengingin með Titan 7000 í veggöngum á Íslandi

Í gær laugardag var fyrsta sprengingin með Titan 7000 í veggöngum á Íslandi þegar sprengt var í Héðinsfjarðargöngum.

Í gær laugardag var fyrsta sprengingin með Titan 7000 í veggöngum á Íslandi þegar sprengt var í Héðinsfjarðargöngum.

Undanfarna viku hefur undirbúningur verið að fyrstu sprengingu sem varð svo í gær þegar sprengdir voru 4 m. inn í fjallið með 620 kg. af Titan 7000.

Benjamín Vilhelmsson ásamt Gudmund Leirvik frá Dyno Nobel hafa verið að undirbúa aðgerðir með starfsmönnum Metrostav.

Kennsla á búnaðinn og námskeið hafa verið haldin en á næstunni verða einnig haldin frekari námskeið í notkun Nonel kveikja og eins í viðhaldi og meðferð nauðsynlegs búnaðar.

Við eigum von á myndum sem við munum setja á síðuna þegar þær berast.