Í vikunni var komið fyrir styttu af heilagri Barböru

Við gangamunnan Ólafsfjarðarmegin var komið fyrir styttu af verndardýrlingnum heilagri Barböru en slíkri styttu var komið fyrir við gangnamunnan Siglufjarðarmegin þegar fyrsta formlega sprengingin var framkvæmd af samgöngumálaráðherrra fyrr í vetur.

Við gangamunnan Ólafsfjarðarmegin var komið fyrir styttu af verndardýrlingnum heilagri Barböru en slíkri styttu var komið fyrir við gangnamunnan Siglufjarðarmegin þegar fyrsta formlega sprengingin var framkvæmd af samgöngumálaráðherrra fyrr í vetur.

 Hér má sjá styttuna af heilagri Barböru á borðinu og kassan í berginu fyrir aftan

Styttunni af heilagri Barböru var komið fyrir í litlum upplýstum kassa en hún er verndardýrlingur og vakir yfir og verndar þá sem vinna í göngum. Til athafnarinnar kom prestur frá Akureyri sá sami og við fyrri athöfnina.

Eftirfarandi upplýsingar voru teknar af vef Vegagerðarinnar. Vinna við gerð Héðinsfjarðarganga hefur gengið nokkuð vel undanfarna viku.


Það er vetrarlegt við gangamunnan Ólafsfjarðarmegin

Lengd ganga frá Siglufirði er nú í vikubyrjun um 787 m og lengdust gögnin þeim megin um 59 m s.l. viku. Ólafsfjarðarmegin eru göngin nú um 477 m og hafa þau því lengst um 66 m í síðustu viku.

Samanlögð lengd ganga er nú um 1.264 m sem er um 12% af heildarlengd.

Hér er svo hægt að lesa um framvindu verksins af vef Vegagerðarinnar.