Innflutningur sprengiefna hálft árið 2010

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast, með hversu duglegir ráðamenn þjóðarinnar eru í að reyna að segja okkur, að allt sé nú að fara á betri veg.


Það ætti að vera óþarfi að vekja athygli á þessu í hópi þeirra verktaka, sem fást við jarðvinnu. Þeim er fullkunnugt um hvað bíður þeirra á hverjum degi þessa dagana.

Við skoðum regulega innflutning á þeim vörum sem við flytjum inn og eftirfarandi tölur segja allt sem þarf, um að ekki erum við á sömu leið og ráðmenn segja.


Vöruheiti 06/2009 06/2010
Sprengiefni 165,0 16,3
Kveikjur 16,5 0,5
Ammóníum Nítrat 666,0 193,0


Uppgefnar tölur eru í tonnum og eru fyrir fyrst 6 mánuði ársins. Innflutningstölur ársins 2009 eru ekki heldur burðugar miðað við innflutningstölur nokkuð mörg árin á undan.

Sprengiefnið fer úr 165 tonnum í rúm 16 tonn. Kveikjur úr rúmum 16 tonnum í hálft tonn. AN úr 666 tonnum í 193 tonn.

Þetta eru einfaldlega staðreyndir.


.......Sprengiefni, hvellhettur, kveikjur, sprengiþráður, Nonel, Dynoline, Titan, Anolit, Ammoníum Nítrat, Dynomit, DynoRex, E-Cord, F-Cord, Nobelcord, Nitrocord, Exan, Civec, Centra, Subtek, Fortis, Poladyn.........