Sprengiviðskiptavinir fá aukna þjónustu

Við höfum undanfarið safnað að okkur ýmsum gögnum fyrir sprengiefnaviðskiptavini okkar og ætlunin er að birta það á síðunni á næstunni.
Við höfum undanfarið safnað að okkur ýmsum gögnum fyrir sprengiefnaviðskiptavini okkar og ætlunin er að birta það á síðunni á næstunni.

Uppbygging síðunnar verður mjög einföld en áfram verða bláu hnapparnir leið inn á bæklinga sem þeir vísa til.

Undir hnappnum Fréttir - Upplýsingar verða svo áfram fréttir en í dálk hægra megin á síðunni verða heildarvörulistar, upplýsingar um kveikjur, sprengiplön, öryggisleiðbeiningar, ýmis tímarit gefin út í Noregi og Svíþjóð og margt fleira.

Flest allt efni og mikill meirihluti er annað hvort á ensku eða einhverju norðurlandamáli oftast norsku eða sænsku. Því miður sjáum við okkur ekki fært að sinni að þýða hluta en unnið verður að því.

Komin er reglugerð þar sem skylt er að hafa öryggis- leiðbeiningar á íslensku og eru þær birtar sem tilbúnar eru en unnið er að þýðingum.

Sökum þess að margir erlendir verkamenn starfa nú hérlendis finnst okkur full ástæða til að birta slíkar leiðbeiningar einnig á erlendum tungumálum
Eins höfum við áhuga á að setja inn á síðuna námsefni það sem við notuðum á sínum tíma við kennslu á notkun sprengiefna en það námsefni fékk þá Öryggiseftirlitið nú Vinnueftirlitið til notkunar við kennslu.