SSE búnaður yfirfarinn í Ufsárveitum

Um miðjan nóvember komu eftirlits og viðgerðarmenn frá Orica Mining til að skoða og yfirfara Titan blöndunar og hleðslustöðvar sem eru í notkun hjá Arnarfelli.


Slíkt eftirlit er árlegt svo alls öryggis sé gætt og að búnaðurinn geti ávallt verið í sem besta ásigkomulagi. Einnig byggist viðurkenning á búnaði og notkun hans á þvcí að viðhald og eftirlit sé eftir settum reglum. Mánaðarlegt eftirlit með ákveðnum atriðum er framkvæmt og síðan er skift um aðaldælu ásamt áfyllingardælu árlega. Það þarf vart að nefna það að þetta er ekki bara vegna viðurkenninga, þetta er líka mikið rekstraröryggi fyrir notendur búnaðarins og minnkar líkur á töfum vegna bilana. Þetta er hluti af þjónustunni við viðskiptavininn sem velur að nota Títan efnið við sprengingar. Þjónustan er innifalin í viðskiptunum.

Skipt er um allan slitbúnað m.a. dælur. Vökva og rafkerfi yfirfarið og stillt, einnig skynjarar og nemar. Skipt um það sem þarf.  Í janúar verða vélar sem eru í Héðinsfjarðargöngum teknar í parta og fá sömu þjónustu.

Vélarnar eru í einingum og hér er búið að taka vökva og dælu einingu frá.

Dælurýmið

Það er allt pláss nýtt og ekki mikið pláss fyrir tengibox.

Anders rafvirki að tékka á tölvukerfinu.

Nýjar og notaðar dælur. Notaðar dælur eru sendar til framleiðanda til uppgerðar