Væntanlegar hækkanir á verði sprengiefna

Því miður stöndum við frammi fyrir verulegum hækkunum á sprengiefn á næstunni. Aðalástæða hækkunarinnar er hækkun á hráefni eins og Ammoníaki.


Hækkunin er mismikil og við höfum þegar gert ráðstafanir til að þessum hækkunum verði velt rólegar út í verðlagið en til stóð í upphafi. Við munum hinkra með hækkanir eins lengi og okkur er unnt.

Eins og áður sagði þá er ástæða hækkunar hækkun á Ammoníaki, en verðvísitala þess hefur þrefaldast nú á skömmum tíma. Ammoníakið er unnið úr olíu svo það þarf ekki að koma neinum að óvörum og svo hafi farið. Vísa má einnig í verðhækkanir á áburði en fórnarlömb þessara hækkana eru því m.a. sprengiefnanotendur og bændur.

Verðþáttur Ammoníaksins er mismikill eftir gerðum sprengiefna en eðlilega hefur það mest áhrif á Anolitið þar sem mest er notað af því í framleiðslu þess.

Til fróðleiks setjum við hér fréttabréf um þróun vísitölu Ammoníaks undanfarið.