Verðlækkun vegna styrkingar krónunnar

Við höfum eins og aðrir fylgst með breytingum á krónunni okkar og verð hefur hækkað á sprengiefnum undanfarið vegna þessara lækkunar krónunnar. Eins höfum við fengið erlendar verðhækkanir fyrst í september og svo nú um áramót.


Við höfum gætt hófs í breytingum þó gengi krónunnar hafi fallið og frekar dregið lappirnar heldur en hitt. Í byrjun desember var þó ekki hjá því komist að hækka verð en nú er allt útlit fyrir að við getum lækkað verðið vegna styrkingu krónunnar.

Sú erlenda verðhækkun sem gildi tók um áramót er ekki komin í verð okkar svo við munum nú um mánaðarmót lækka verð í samræmi við styrkingu krónunnar.

Við teljum þetta gleðitíðindi á annars frekar döprum gleðifréttatímum.