Vetrarríki í Ufsárveitum

Á laugardag komum við í Ufsárveitur til að framleiða Anolit fyrir verktaka á svæðinu. Gífurlegt fannfergi er þar og það mesta sem við höfum séð þarna þau eða 4 ár sem við höfum verið reglulega á ferðinni þarna.


Það var því soldið skondið að hlusta á útvarpið á leiðinni en þar var auglýst. Vorið er komið og allt til að grilla fáanlegt.

Vorið er ekki komið í Ufsárveitum en kemur eflaust og vonandi innan skamms svo hægt verði að halda verkefninu áfram af fullum krafti.

Við erum með eina af framleiðslubifreiðunum fyrir austan svo ef það eru aðrir sem þurfa á efni að halda þá er bara að hafa samband.

Sjá myndir.

Í Ufsárveitum mars 2008