Reykskynjarasending var að koma inn á lager


Við vorum að fá inn sendingu af tveimur gerðum af reykskynjurum og þær eru tilbúnar til afgreiðslu. Um er að ræða optíska staka skynjara annar 305046 er af venjulegri gerð með 9V rafhlöðukumm en hinn 305064 er með 10 ára rafhlöðu og er lítill um sig aðeins 7 sm. í þvermál.

Smartwares RM620

SMARTWARES RM620

305064 SMARTWARES 10Y Optískur stakur og stærðin er 70mm í þvermál og 34mm að hæð. Með þeim allra minnstu. Innbyggð þöggun. Umhverfishitastig 4°C til 40°C. Rakastig 10 til 90%. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Vel staðsettur prufuhnappur og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða
er að verða búin. 3V Litíum 10 ára rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (48 sek. fresti) í 30 daga. Líftími skynjara 10 ár.

 

Smartwares RM250 Optískur skynjari 9V

RM250

305046 RM250 Smartwares optískur stakur og er þvermál skynjarans 110 mm og þykkt 33 mm. Umhverfishitastig 4°C til 38°C. Bíb hljóð 85 dB/3 m. Prufuhnappur, þöggun og gaumljós. Lætur vita þegar rafhlaða er að verða búin. 9V Carbon Zink rafhlaða. Viðvörun þegar rafhlaða er orðin léleg (40 sek. fresti). Ef ekki er rafhlaða í skynjara er ekki hægt að loka honum. Líftími rafhlöðu um ár.

 

Við eigum svo von á Numens skynjurum seinna í vikunni en litla netta Forlife skynjarann 305062 eigum við ekki von á að sjá fyrr en eftir miðjan júlí.

Ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum eða viljið skoða kaup sendið á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.