Fomtec Enviro Class A

 

Enviro Class A býr yfir framúrskarandi eiginleikum til að slökkva eld í flokki A með því að þrýsta vatni djúpt inn í brennandi efnið og veita um leið einangrandi froðulag. Jafnvel í lágum styrkleika hefur það öflug vætingaráhrif. Enviro Class A hentar einnig fyrir minni flokka B-elda. Enviro Class A er hægt að nota með bæði uppsogandi og ósogandi losunarbúnaði.


Enviro Class A hefur verið hannað til að nota sem vætuefni jafnt sem slökkviefni í flokki A og getur verið áhrifaríkt ef hlutfallið er frá 0,1% til 1,0% í samræmi við kröfur. Eiginleikar froðunnar eru háðir þeim búnaði sem notaður er og öðrum breytum eins og vatni og umhverfishita.


Enviro Class A er hættulaust, visthverft efni sem er samsett úr hráefnum sem eru sérstaklega valin fyrir virkni þeirra gegn bruna og út frá umhverfissjónarmiðum. Varan er algjörlega laus við flúoruð yfirborðsvirk efni og fjölliður, sem og önnur lífræn halógenefni og inniheldur því engin perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS).

 

Meðhöndlun á þykkni eða froðulausn sem hellist niður ætti samt sem áður að vera í samræmi við reglur um meðferð spilliefna. Venjulega geta fráveitukerfi sveitarfélaga tekið við froðulausn sem byggir á þessari tegund af froðuþykkni.
Enviro Class A er hægt að nota í:

Slökkvitæki
Handlínur og stútur
Froðukerfi
CAFS kerfi

Getum útvegað þetta í 25L brúsum, 200L tunnum og 1000L bamba.

 

  fomtec  
logo