Í september fór nokkuð stór hópur til Wawrzaszek í Póllandi til að leggja lokahönd á útfærslu og búnð í þeim bifreiðum og gámum sem er væntanlegt til landsins. 
Því miður erum við á eftir áætlun en vð það er ekki ráðið þar sem undirvagnsframleiðendur standa ekki við uppgefna afhendingartíma en nú fer að styttast í fyrstu bifreiðina en hún er komin til landsins.
Við munum á næstunni setja inn myndir og fleira en setjum til að byrja með myndaseríu úr verksmiðjunni. Miklar breytingar hafa átt sér stað í verksmiðjunni. Mikil sala er og augsjáanlegt að breytingar hafa verið gerðar til að mæta aukinni vinnu á næstunni.
Í hópnum voru fulltrúar frá Brunavörnum Árnessýslu, Borgarbyggðar, Flugstoðum, Langanesbyggð og Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins en þessir aðilar eiga væntanlegar bifreiðar og SHS á væntanlega gáma fyrir spilliefnabúnað, björgunartæki og reykköfunartæki.
Unnið var við smíði í verksmiðjunni á nokkrum bifreiðum m.a. bifreiðum til Noregs, Svíþjóðar og Litháen en þessar bifreiðar vöktu áhuga okkar sérstaklega þar sem þær voru í líkingu við þær bifreiðar sem við höfum verið að fá.
Við tókum nokkuð af myndum og er slóð á myndirnar hér fyrir neðan.
Hér má sjá myndir úr ferðinni.