Ísafjarðarbær og Bolungarvík til fyrirmyndar

 

Vísindamenn eru almennt sammála um að loftslagsbreytingar orsaki sífellt afbrigðilegra veðurfar á jörðinni sem valdi m.a. því að stórfelldir gróðureldar séu algengari um heim allan. 

Veðurfræðingar hafa haft á orði að veðurkerfi hér á landi virðast orðin þrálátari í seinni tíð; ein birtingarmyndin sé langvarandi, staðbundið úrkomuleysi og þess geti gætt víða um land. 

Með sívaxandi skógrækt og aukinni gróðursæld eykst hætta á gróðureldum þannig verulega – einkum á fjölsóttum útivistar- og sumardvalarstöðum.

 

Við sjáum því ástæðu til að hrósa Ísafjarðarbæ og Bolungarvík sérstaklega fyrir að gæta vel að eldvörnum á sínum svæðum og uppfræða starfsfólk sitt um rétt viðbrögð ef eldur kynni að brjótast út. Á öllum tjaldstæðum bæjanna hefur verið komið fyrir 25 lítra léttvatnsvagni sem er hafður vel sýnilegur öllum gestum, auk þess sem stór eldvarnarteppi eru til staðar ef eldur kviknar út frá grillum og öðrum slíkum búnaði.

 

Að hafa réttan slökkvibúnað við höndina á tjaldstæðum og öðrum útivistarsvæðum getur skipt sköpum í þurrkatíð og komið í veg fyrir ómetanlegt tjón á gróðri og mannvirkjum. Eldvarnamiðstöðin býður upp á frábærar lausnir sem sníða má eftir þörfum og aðstæðum.

isaf

 

Hafið samband við sölumenn okkar í síma 568 4800 eða gegnum netfangið oger@oger.is

 

logo