MODUM FELLISTIGAR MEÐ BAKVÖRN

 Vinsælu dönsku fellistigarnir frá Modum eru festir utan á húsveggi á varanlegan hátt og því tilbúnir til notkunar á aðeins nokkrum sekúndum. Nýsköpun hefur alltaf verið kjarninn í frábærri hönnun Modum og nú er hægt að fá samfellanlegan boga með stiganum sem veitir góða bakvörn, eykur öryggi og dregur þannig úr mögulegri lofthræðslu þegar klifrað er niður úr hærri byggingum.

 

Modum fellistigar eru gerðir úr rafhúðuðu áli og því algerlega viðhaldsfríir. Þeir eru frekar lítið áberandi þar sem þeir falla að veggnum en einnig er mögulegt að fá þá sprautaða í lit eftir RAL-litakerfinu en það bætir við kostnaði. Aðeins tekur örfáar sekúndur að draga út losunarpinna og opna stigann þannig að hægt sé að klifra niður. Opinn er stiginn 40 cm breiður, 30 cm eru á milli rimanna sem eru með skrikvörn og þeir þola 500 kg/m.

mODUM Modum 2 modum3 modum 4

 

Fellistigarnir fást í 16 stöðluðum lengdum en hægt er að setja saman hvaða lengd sem er með 30 cm mun. Uppsetning stiganna er einföld og tekur yfirleitt innan við klukkustund.

Modum fellistigar eru því fullkomin lausn fyrir eldra húsnæði jafnt sem nýbyggingar.

stigar

 

 

Nánari upplýsingar:

í síma 5684800 eða oger@oger.is

logo