Fleiri og fleiri festa kaup á Tohatsu brunadælum enda er það staðreynd að þær eru afkastamiklar, einfaldar, öruggar og
ódýrar. Slökkvilið Borgarbyggðar fær á næstunni Tohatsu VC82ASE brunadælu sem er sú afkastamesta í röðinni en
hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 94 kg. Fyrir stuttu fékk
Slökkvilið Grenivíkur sams konar dælu.
Dælan er búin bæði raf og handstarti. Snúningssogdæla er aðeins 5,5 sek. að sjúga úr 3ja m. hæð um 6m. langan 4" barka. Dælan
er vatnskæld um soghlið og er með sjálfvirka yfirhitavörn.
Úttök eru tvö 2 1/2" snúanleg og með lokum. Inntak er 3 1/2" með 4" Storz tengi. Afköst eru miðað við 3ja m. soghæð eins og áður
sagði 2.050 l./mín við 6 bar, 1.800 l./mín við 8 bar og 1.500 l./mín við 10 bar. Sem sagt geysiöflug dæla. einstaklega auðveld í notkun og
í trefjaplasthúsi. Með fylgir ljóskastari.
Eins og við sögðum frá þegar
Slökkvilið Grenivíkur
fékk sams konar dælu þá eru þeir í Slökkviliði Akureyrar miklir áhangendur Tohatsu. Slökkvilið Akureyrar á
þrjár Tohatsu brunadælur og eru þær elstu um 20 ára gamlar. Fyrir stuttu héldu þeir æfingu í Hrísey og
hér er slóð á myndir af þeirri æfingu
en þar má sjá nýja og gamla Tohatsu dælu. Klikkið á myndina og fáið frekari upplýsingar um Tohatsu lausar brunadælur.