Stærsti stigabíll landsins verður formlega afhentur Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðasveitar í dag.

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar tekur í notkun nýjan stigabíl sem leysir af hólmi eldri bíl sem orðinn er tæknilega úreltur. Nýi bíllinn kemur frá þýska framleiðandanum Magirus og er mjög vel tæknilega útbúinn. Stiginn nær upp í 42 metra hæð með körfu sem ber 5 menn eða 500 kg. Karfan er búin 2500 lítra fjarstýrðum  vatnsmonitor, myndavél ásamt ýmsum búnaði til björgunar og slökkvistarfa. Stiginn er byggður á Iveco ML180E28 og er bíllinn sjálfskiptur með rafstöð auk annars búnaðar. Sjá frekari upplýsingar.

Akranes mynd

 

Æfingar og kennsla hefur staðið yfir þessa viku og að sögn Jens eru menn í skýjunum með bílinn og hann fer verulega fram úr væntingum. 

akranes

 

logo