Við höfum undanfarið afgreitt frá okkur nokkrar Combi klippur og glennur af GCT5117 EVO3. Það eru nú þrjú slökkvilið komin með þessa gerð og er hún hugsuð fyrir fyrstu aðila á vettvang. Afgreiðslufrestur er nú 6 til 7 vikur.
Slökkvilið á Suðurlandi bætir við sig fleirum Interspiro reykköfunartækjum. Eins og áður urðu fyrir valinu QSII reykköfunartæki með 46 mínútna léttkútum og S-maska ásamt Spirocom þráðlausum fjarskiptum við Motorola DP4400 talstöðvar.