Björgunar/fall-púðar frá Vetter

  • Björgun frá allt að 8 hæðum
  • Hröð uppsetning
  • Auðvelt í flutningi, jafnvel í uppsettri stöðu
  • Sálræn hönnun
  • Staðalskírteini DIN 14151-3.
  • Öryggispúði fyrir björgunaraðgerðir

Fallpúðar          Fallpúðar


Björgun á örstuttum tíma frá allt að 25 metra hæð

Vetter öryggispúðar eru strax til staðar í neyðartilvikum: til dæmis þegar takmarkað pláss er við björgunarstað eða ef um er að ræða aðstæður sem ekki eru aðgengilegar með stiga eða körfu. Með Vetter björgunarpúðanum ertu alltaf tilbúinn, jafnvel við erfiðar aðstæður. Uppsetning er fljót og auðveld tilfæring þegar púðinn er upp settur, þú þarft ekki að erfiða með Vetter öryggispúðunum SP 16 og SP 25, jafnvel ekki í björgunum sem eiga sér stað aftan við byggingar eða í garði. Öryggispúðarnir okkar eru einnig örugg lausn til að bjarga föstum björgunar/slökkviliðsmönnum.

Neongular hliðarveggir gera öryggispúðann okkar mjög sýnilegan í dimmu, við óhagstætt veðurfar eða þegar skyggni er slæmt. Við höfum einnig hagrætt löndunarsvæðinu í samvinnu við prófessor Horst Schuh, mjög reyndan löggiltan sálfræðing. Ólíkt öðrum vinsælum björgunarnetum, sem nú eru fáanleg, er stórt merkt löndunarsvæði á öryggispúðum SP 16 og SP 25. Það hefur verið sannað að ótti við stökk minnkar sálrænt með „bláa hringnum“ í miðju öryggispúðans.

Öryggispúðar okkar hafa allir verið samþykktir af sjálfstæðri stofnun í Berlín samkvæmt DIN 14151-3. Þessi staðall kveður á um krefjandi prófanir með fjölda fallprófa, mismunandi fallþyngd og fallstöðu. Mikil áhersla er lögð á sérstaka gerð hrunprófa sem mælir hraðaminnkun. Hér er dúkku sleppt fyrir ofan öryggispúðann til að tryggja að stökkvandi einstaklingurinn lendi ekki of hart á yfirborðinu, komist ekki í gegnum púðann til jarðar eða skoppi aftur út af öryggispúðanum. Þetta og mörg önnur próf tryggja öryggi og vernd þess sem stekkur og björgunaraðila á staðnum.

Í stuttu máli: Aðeins með löggiltan öryggispúða verndar þú stökkvandi mann og björgunaraðila á bestan hátt frá meiðslum.

Hér má sjá upplýsingar og myndefni um Vetter öryggis/fallpúðana:

https://www.vetter.de/vetter_emergency/en/Rescue+Products/Safety+cushions/Safety+cushions+SP+16+_+SP+25.html

Við höfum selt svona púða til slökkviliða hér á landi. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar. oger@oger.is