Til baka
Bílaslökkviteppi
Bílaslökkviteppi

Slökkviteppi Pro fyrir slökkvilið

Slökkviteppi 6 x 8m

Bílaslökkviteppi Pro fyrir slökkvilið 374195: Sérstaklega fyrir slökkviliðin. Stærð 6 x 8 m. (48 m2). Þyngd 28 kg. Hitaþolið kvartsefni 400 g/sm. Hitaþol 800°C og mýkingarhitastig 1400°C. Fyrir slökkvilið og má nota allt að 50 sinnum. Í geymslupoka og innri plastpoka. Pokinn með handföngum og hægt að nota sem bakpoka.

Vörunúmer: 374195
Verðmeð VSK
560.199 kr.
Vara ekki til en væntanleg

Nánari upplýsingar

Bridgehill eru framleiðandur teppanna  Þau eru brautryðjendur og hafa þróað einstakt úrval af slökkviteppum sem sameina tækni með skilvirkri og notendavænni hönnun. Fyrst til að bjóða búnað til að slökkva eld í rafknúnum ökutækjum og veita sérsniðnar lausnir fyrir bílelda í bílastæðahúsum, bátum, ferjum, skipum, bílasölum, bílageymslum, bensínstöðvum og öðrum stöðum þar sem líkur eru á hættulegum eldsvoðum. Lausnirnar þeirra snúast aðallega um að kæfa eldinn með  yfirbreiðslu.

Eldur í ökutækjum: Með því að einangra með Bridgehill slökkviteppinu, er hægt að forðast hættu á miklum reyk og sprengingum. Einnig geta teppin komið í veg fyrir hættulega eldsvoða í göngum. Slökkviteppi ætti að vera tiltækt á bílastæðum, bílastæðahúsum, bílferjum, í öllum göngum, hleðslustöðvum fyrir rafknúin ökutæki og annars staðar þar sem er mikið um bíla. Í bæði bílum og lyfturum brýst oftast út eldur undir vélhlíf eða í burðarvirki. Froða, duft eða vatn slekkur eld auðveldlega að utan, en nær ekki  innan í vél eða rafhlöður/rafgeyma. Eldurinn kviknar oft aftur og aftur sérstaklega í raf-ökutækjum.

Teppið er örugg og góð lausn. Það er líka „grænt“ val til að takast á við þessa elda. Með slökkvivatni fara þúsundir lítra af menguðu vatni í niðurföll og jörð og mikið af slæmum reyk fer í andrúmsloftið. Teppi hylur allt strax. Teppið er að megninu til úr steini = græn vara. Í göngum, bílastæðahúsum og ferjum er mikilvægt að hindra allan reyk til að takmarka tjón.

Þetta er ein lausn á markaðnum til að takast á við rafbílaelda. Þegar það er fært yfir bílinn slekkur það eldinn í bílnum sjálfum. Ef litíum rafhlöðurnar eru með hitaleka, getur þú heyrt þetta frá teppinu sem sterkt hvæs-hljóð á 3-15 sekúndna fresti. Þetta getur haldið áfram í allt að 24 klukkustundir. Teppið er bara skilið eftir. Ef ekki heyrist í neinum leka má taka teppið af eftir 20 mínútur.Hér má sjá myndskeið af notkun til að slökkva í bíl: https://www.youtube.com/watch?v=puIFCYMo-gM

Eldur í bíl Bílaslökkviteppi