Wenaas Forestfire Samfestingur
Eldvarinn samfestingur fyrir slökkvi og björgunarstörf
Nr: 0-89530-161-532
Endingargóður, eldtefjandi, mjúkur og þægilegur þjónustugalli þróaður í samvinnu við slökkviliðið. Axlarstykkið er með háan kraga og falinn tvíhliða rennilás að framan sem nær frá kraga og að vinstri mjöðm. Hlífðarsamfestingurinn er með fellingu að aftan sem auðveldar hreyfingu. Innri lykkjur fyrir teygjubönd sem hægt er að taka úr og vasa á hnjám fyrir bólstrun. Nokkrir hagnýtir vasar og lykkjur. Stillanlegt mitti, ermar og í faldi á skálmum. Samfestingurinn hentar vel í slökkvi- og björgunarstörf.
Nánari upplýsingar
Hár hálskragi, tvíhliða falinn rennilás að framan frá kraga og niður að vinstri mjöðm. Flipi fyrir ofan og neðan rennilás, axlarstykki að framan og aftan og fellingar að aftan. Samfestingarnir eru með innri lykkjur í mitti fyrir teygjubönd. Teygjanlegt mittisband með Velcro stillibandi. Velcro á báðum megin á brjósti til að festa lausa vasa á og stórt færanlegt nafnastykki aftan á. Tveir mjaðmavasar með gripopi, lokaðir með Velcro lás undir loki. Tveir buxnavasar með stækkun og loki. Hnépúðavasar, stillanlegar ermar og skálmar. Eitt silfur endurskinsband yfir axlir. Festanlegt vasastykki á hægri brjósti: Þetta vasastykki er með einum farsímavasa með loki, einum pennavasa, og við hliðina á vasastykkinu eina lykkju og líka styrktu efni fyrir festingu. Festanlegur vasi vinstra megin á brjósti. Þetta vasastykki er með ól fyrir miðju að framan og einn talstöðvarvasa með glugga með styrkingarefni að aftan.
Litur: Dökkblár/Flúrljómandi gulur (532) Efni: 51% módakrýl, 43% lýósell, 5% aramíð, 1%, stöðurafmagnslosun, 245 g/m2

