Breyttur opnunar og lokunartími frá 1. júlí

Við höfum breytt opnunar og lokunartíma undanfarin ár yfir hásumartímann. Opið er virka daga frá mánudegi til föstudags frá kl. 8.00 til 16.00.

Við vonum að þið viðskiptavinir okkar taki þessum breytingum vinsamlega og að þessar ráðstafanir okkar komi sér ekki illa.

Bróðurpartur starfsmanna tekur sér sumarleyfi í júli og er þetta gert m.a. til að auðvelda þeim sem eftir eru störfin og þjónustu við viðskiptavini.

Við vekjum athygli ykkar á að beina fyrirspurnum á almennt netfang okkar sem er oger@oger.is

Með von um að það skelli nú á okkur sólríkt og gleðilegt sumar.

Íslenski fáninn