Brunavarnir Suðurnesja fengu frá okkur fyrir nokkrum dögum Cutters Edge keðjusög af gerðinni CE-2171RS en þetta er önnur sögin sem
þeir fá af þessari gerð.

Keðjan er með varnarhlíf stillanlega til að stilla dýpt þess sem saga á og verja notanda. Sögunardýptin er rúmir 20 sm. eða 20".
Stýring úr heilu stáli sem stýrir sögun á sem skemmstum tíma.
Hemill er á keðju sem stöðvar keðjuna á 1/20 úr sekúndu. Verði hún fyrir höggum stöðvast keðjan. Stillanlegt.
Loftsíun er fjögurra þrepa svo vinna megi með sögina við verstu aðstæður í reyk og sóti. Allt viðhald er einfalt og eftirlit er
auðvelt og auðvelt að komast að.

Auðvelt að setja í gang. Rofi alltaf á ON til að koma í veg fyrir að blöndungur yfirfyllist. Innsog einfalt og stillist fast strax. Tankar fyrir
smurolíur fyrir keðju og vél eru hafðir það stórir svo koma megi í veg fyrir að sögin sé keyrð þurr. Fyrr verður hún
eldsneytislaus.
Handfang stamt og sérstök vörn frá sagi eða spænum til hlífðar notanda og vél. Hægt er að létta á vél til að
auðvelda gangsetningu. Í handfangi eru demparar til að draga úr höggum.
Vélin er rúm 5 hestöfl eins strokka tvígengis vél. Þyngd um 10 kg.
Sjá tækniupplýsingar.
Fleiri gerðir eru fáanlegar og við hvetjum ykkur til að skoða heimasíðu Cutters Edge.