Fold-A-Tank 11.300 l. laugar afgreiddar


Við vorum að afgreiða frá okkur tvær Fold A Tank laugar 11.300 l. en það eru stærstu laugarnar sem við höfum selt.

Þessar laugar eru mjög meðfærilegar en þær eru grindarlausar og sjálfberandi. Þær eru gerðar fyrir mjög slæmar aðstæður. Kraginn er svokallaður flotkragi sem lyftist um leið og vatni er sett í laugina hvort sem það er beint úr vatnsbifreið eða dælt í hana.

Þessar laugar eru mjög meðfærilegar en þær eru grindarlausar og sjálfberandi. Þær eru gerðar fyrir mjög slæmar aðstæður. Kraginn er svokallaður flotkragi sem lyftist um leið og vatni er sett í laugina hvort sem það er beint úr vatnsbifreið eða dælt í hana.

Fol-da-tank laugÁ lauginni neðarlega er svo úttak yfirleitt 4" með Storz tengi til að geta dregið vatn úr lauginni. Með lauginni er hægt að fá undirbreiðslu til að verja hana og eins yfirbreiðslu.
Þær eru úr sterku plastefni (PVC) sem er heitsoðið saman. Auðveldar viðgerðir ef þörf er á. Léttar og fyrirferðalitlar miðaða við stærð. Einn maður getur auðveldlega komið þeim fyrir. Fjögur handföng á laug en tvö á geymslupoka.

 

Fol-da-tank laug


Laugarnar henta þar sem er vatnsskortur t.d. við slökkvistarf. Vatnsbifreið getur losað í laugina og lagt strax af stað eftir meira vatni. Eins henta þær sem geymsla á spilliefnum eða til blöndunar efna í miklu magni.
 
Hér eru frekari upplýsingar.





Hér má sjá ýmsar stærðir sem eru fáanlegar. Stuttur afgreiðslufrestur.

Heiti

Lítrar

Þyngd
kg

Stærð

Samanbrotin stærð

*SSTFD-500

1900

23

0.8 x 1.5 x 2M

76 x 81cm

*SSTFD-1000

3800

27

0.8 x 2.2 x 2.7M

81 x 81cm

*SSTFD-1500

5600

34

0.8 x 2.8 x 3.6M

86 x 94cm

*SSTFD-2000

7500

34

0.8 x 3 x 3.8M

86 x 94cm

SSTFD-2500

9500

43

0.8 x 3.7 x 4M

91 x 94cm

SSTFD-3000

11300

48

0.8 x 4 x 4.5M

91 x 94cm

SSTFD-4000

15000

50

0.8 x 4.3 x 4.9M

96 x 106cm

SSTFD-5000

19000

59

0.8 x 5.2 x 5.8M

102 x 106cm

 

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gasskynjarar, kolsýrlingsskynjarar,
fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....