Á laugardag fór fram formleg afhending á Wiss TLF4000/200 slökkvibifreiðinni sem Slökkvilið Borgarbyggðar fékk á síðasta
ári.
Útivistardagurinn varð fyrir valinu og var opið hús á slökkvistöðvunum í Borgarfirði. Það var ekki allra besta veðrið en stytti
upp egar leið á. Bifreiðin var fyrir all nokkru tekin í notkun og er einstaklega vel útbúin og útfærð af heimamönnum.
Sérstaklega ánægjulegt var að eiga samstarf við Bjarna slökkviliðsstjóra og Mýramann á byggingartímanum og eftir afhendingu og vonandi
verður svo um ókomin ár.
Búið var að stilla upp öllum flotanum fyrir utan slökkvistöðina
Stutt ávörp voru flutt við afhendinguna og lyklaskipin. Lofuðu menn hvorn annan og samstarfið eins og vera ber og gera á slíkum uppákomum.
Við vonum að bifreiðin reynist þeim vel og gæfa fylgi þeim í störfum þeirra. en um leið vonum við auðvita að sem minnst þörf
verði fyrir bifreiðina nema til æfinga og í platútköll.
Það verður að segjast eins og er að við höfum ekki bara í samskiptum við Borgarbyggðarmenn heldur við alla okkar vðskipavini átt
frábært samstarf og samskipti við kaup og afgreiðslu á slökkvibifreiðum.
Hér eru myndir fá afhendingunni.
Hér má lesa frekar um bifreiðina og búnað